24.11.2007 | 13:18
Erum við öll þjófar...
Heyrðu... Ég er búinn að vera að spekúlera í óheiðarleika... Semsagt útfrá umræðunni um Torrent og allt það. Ég held nefnilega að fólk skynji ekki eða hreinlega sé með lagskipta óheiðarleikaköku... Það að fá efni úr tölvunni er bara sjálfsagt hugsar fólk.. Það er ekki efnislegt bara upplýsingar sem er ekki hægt að halda á... Svipað og borga ekki Ruv fasistagjöldin sem margir líta á sem lítinn óheiðarleika...
Eins með kveikjara... Sumum finnst alltilagi að nappa kveikjara... Lítill óheiðarleiki... En ef það er keypt nammi fyrir 170 kall (andvirði kveikjara) og því nappað þá er það stór óheiðarleiki...
Mig langaði bara að athuga hvað ykkur finnst þarna úti... Er í alvöru einhver algerlega heiðarlegur... Eða erum við bara mismunandi óheiðarleg....
Athugasemdir
Það er einmitt málið... Helv. fyrirtækin eru að tapa á þessu. Og svo er lika munur á svona almennum downlódara en þessum stóru sjónræningjafyrirtækjum sem gera út á að brenna á diska falsa cover og selja í búðum. Við erum þó bara að ná i einn og einn disk eða mynd. Og verslið beint við listamanninn ef það er hægt... Það er langbest til að hann fái þó sitt. List á aldrei að verða að bitbeini um peninga eða rifildri stórfyrirtækja.... Þá endar maður uppi með draslið sem er spilað endalaust i sjónvarpi eða útvörpum.... Eða það er MÍN skoðun allavega...
Bara Steini, 24.11.2007 kl. 14:40
Allt er í heiminum afstætt. Sendu mér meil á netfangið undir höfundarupplýsingum á síðunni minni. Það er fólk, sem vill gefa þér mublur.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.11.2007 kl. 16:39
Ég er stálheiðarleg.... alveg þangað til það hentar mér betur að vera það ekki
En Radiohead tapaði á því að setja plötuna á netið Skorrdal. Af þeim skrilljónum sem sóttu hana voru 400 sem borguðu
Ég get ekki með nokkru móti séð af hverju það er í lagi að stela vinnu og sköpun fólks bara af þeirri ástæðu að það sé hægt!!!
Heiða B. Heiðars, 25.11.2007 kl. 13:04
Ég er einmitt sammála Heiðu í því, en svo er líka svo mikið annað inná Torrent. Gamlar myndir sem eru ekki gefnar út lengur, tónlist sem mundi annars aldrei líta dagsinsljós. Sumir hafa byrjað á Torrent og unnið sig uppí gegnum það. Það er að mínu mati jákvætt en auðvitað fylgir þessu neikvætt líka.
Bara Steini, 25.11.2007 kl. 13:09
Málið er að þeir sem eru í business sem snýr að skemmtana og afreyingabransanum eru bara ekki að fylgja með nýjum tíðaranda. Auðvitað ættu þeir að vera löngu búnir að átta sig á nýjum tekjumöguleikum sem internetið er og átta sig á því að þar liggja margar krónur... ekki þúsundkallar eins og í verslunumum en þeim mun fleiri krónur. Og því að þeir tapa engu á að fólk sæki efni sem, eins og Steini segir, er ekki lengur til sölu!
EN þetta gefur fólki samt ekki rétt á að stela vinnu annarra!
Heiða B. Heiðars, 25.11.2007 kl. 13:46
Nei það er alveg satt. En það góða við Torrentið er að stórfyrirtæki eru nú farin að leggja aðeins meira í framleiðsluferlinu. Eins og ríkulegt aukaefni og óklipptar útgáfur. Það er nefnilega sem fólk sækir í. Sér kannski myndina á torrent (afþví að það er ekki hægt að bíða) en verslar sér svo pakkann þegar hann er kominn út. En það á nátturulega ekki að gleyma því að sjórænigjarnir eru í stríði við fyrirtækin ekki listamennina þó svo að það bitni nú ansi mikið á þeim. Eg nota Torrent öðruhverju.... en það er einmitt útaf smekk mínum á bæði tónlist og myndum að ef maður leggur inn fyrirspurn um eitthvað i verslunum hérna heima, þá hváir fólk bara og veit ekki upp né niður.
Bara Steini, 25.11.2007 kl. 14:02
Arg já!
Og að fara inn í helv... Skífuna er náttúrulega martröð!! Það veit enginn neitt í sinn haus þarna. Svo er selt Harpo hlaup og coke við afgreiðsluborðið!! Hvað er það? Lýsingin eins og í 10-11 búð!
Það á að vera skemmtileg upplifun að fara í svona búð! Manni á að langa til að væflast um og skoða, hlusta og gramsa! En ég nenni ekki að gera meira en rétt að hlaupa inn og út
Heiða B. Heiðars, 25.11.2007 kl. 18:36
Jebb eins og í tólf tónum t.d. Þar er stórgaman að versla og gramsa og finna furðugóða tónlist. Og einmitt starfsfólkið kann eitthvað inn á sitt starf.
Bara Steini, 25.11.2007 kl. 23:13
af wikipedia "Radiohead's management have not released any official sales figures for In Rainbows"
Davíð S. Sigurðsson, 25.11.2007 kl. 23:32
Eina svona búðin sem ég nenni að skipta við er Geisladiskabúð Valda á Vitastígnum; a.m.k. er verðlagningin hjá honum ekki upp úr öllu valdi. Til dæmis má nefna 2000kr verðmun á tónleika-dvd-um, þ.e.a.s. nákvæmlega sami diskur (ónotaður nota bene, hann selur ekki notaða dvd-diska) með nákvæmlega sömu upplýsingum og umbúðum var 2000kr ódýrari hjá honum en í Skífunni. Ætlar einhver að segja mér að þessi 2000kall renni til listamannsins? BULLSHIT. Hef ekki verslað í Skífunni síðan ég var smákrakki og vissi ekki betur.
Og rétt hjá rafdrottni; það hafa ekki komið neinar OPINBERAR tölur um þetta flipp þeirra. Auðvitað reyna fyrirtækin að koma út röngum upplýsingum; svona dreifingaraðferð er fjárhagslegt morð fyrir stóru fiskana...
kiza, 26.11.2007 kl. 12:22
Við verðum að handtaka Valda..... Hehehe hann fer ekki eftir lögum.... Það kæmi manni ekki á óvart...
Bara Steini, 26.11.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.