24.11.2007 | 12:09
Undarlegur póstur....
Ég fékk póst frá undarlegum einstakling sem vildi endilega fá fleiri upplýsingar um "Skemmdarvarginn" Banksy... Þanning að ég set inn þetta fimm mínótna myndband með nokkrum myndum....
En þetta er bara þanning einstaklingur að það er ekki hægt að hafa upp á honum né nokkuð. Einhver þóttist nú hafa náð mynd af honum um daginn, en það var víst ekki svo. Þanning að þessi And-hetja heldur áfram að fljúga um bæinn sumum til ama, öðrum til ómældrar ánægju... Bara svona eins og list á að gera... Vekja fólk til umhugsunnar og fá nýjar hugmyndir til að fæðast.
Mér finnst líka alltaf fyndið hvað þeir sem berjast mest gegn honum Banksy yfirleitt fara að hylla hann þegar fólk kynnir sér aðeins verkin hans og sér hvað maðurinn er búinn að gera mikið og skilja margt eftir hingað og þangað um heiminn.
Ég er allavega einn af þeim sem bíð sífellt eftir að hann poppi upp hér og skilji eftir sig eitt af aðalmerkjum sínum það er rottan
En hérna er þá videó með smá yfirliti. Og vinsamlegast hafið opið huga ef ykkur er illa við "krot" og "krass".... Heimurinn þarf smá svona list til að aðeins hreyfa við manni þegar maður klónast um borgir og byggðir....
Athugasemdir
Smá. http://www.youtube.com/watch?v=w-X1sBkQGTM&feature=related
Bara Steini, 24.11.2007 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.