Ég er að losna úr klefanum...

Jebb það er loksins komið að því að flytja úr "klefanum" mínum og í almenninlega íbúð. Fékk bjöllun í morgun og var tilkynnt að ég fengi nú íbúð. Litla sæta íbúð. Whhooohoooo. Ég er búinn að búa í "klefanum" í yfir ár og er alveg að fá snert af cabin fever.

Þanning að núna um helgina verður bara dedúað og safnað saman búslóð og byrjað að flytja... Eina málið er að maður verður netlaus í x langan tíma. Þarf að finna eitthvað gott netfyrirtæki.... Ekki vondaphóne samt... Kannski maður skelli sér í hæfið.... En jæja ég ætla að rölta eitthvað með háfleyg plön um innréttingar og alles. Hehehe. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með það!!

Vantar þig stofuborð? Er með eitt sem er að þvælast fyrir mér... og yrði bara fengin að sjá það fara

ps Hæfið virkar fínt

Heiða B. Heiðars, 23.11.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Bara Steini

Hehehe jú ég er einmitt hálf búslóða tómur. Það væri vel þegið.

Ég er að fara nota helgina að safna saman. Er alveg að fara á límingunum af spennu hehehe.

Bara Steini, 23.11.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingu elsku vinur.  Mundu nú að anda í gegnum nefið og endurtaka í sífellu: Ekkert liggur á...ekkert liggur á...

Var þetta gamli klefinn minn, sem þú varst að yfirgefa eða varstu kominn í klefa á öðrum stað?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Bara Steini

Takk kærlega fyrir

Ég var kominn í 101 klefann.Fékk aldrei heiðurinn af því að fá gamla þinn.

Jebb það er nú smá kvíðahnútur að myndast þegar nær dregur. Maður á nú eftir að sakna fullt af því sem maður hefur fengið að kynnast hérna megin. En þetta verður bara tekið í rólegheitunum.

Bara Steini, 23.11.2007 kl. 16:16

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sendu mér email Steini.. geislabaugur@gmail.com

Heiða B. Heiðars, 23.11.2007 kl. 16:33

6 Smámynd: Bara Steini

Jebb Skessa, geri það um leið. En er eiithvað tækniheftur i augnablikinu....

Bara Steini, 23.11.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband