23.11.2007 | 00:24
Brokeback Vietnam.
Ég settist niður í kvöld og horfði á nýju myndina sem Christian Bale leikur í þarna Rescue Dawn. Og viti menn, þetta er í fyrsta skipti þarsem ég nota orðið átakanleg mynd. Og í þeirri merkingu að allt við þessa mynd er rosalegt, og maður finnur hreinlega fyrir þvi sem þeir gengju undir.
Hún fjallar semsagt um hermann úr Fjandaríkjunum sem brotlendir í Laos og lendir í klónum á hermönnum og er tekinn til. Svo er hann færður í fangabúðir þarsem eru 5 aðrir fangar og fylgjist maður með öllu því sem fylgir.
Eini gallinn er að hún er svoldið "hrein". Allt eitthvað svona voðakurteist á furðulegan hátt. En allur leikur og leikarar eru eðalefni. Og maður bókstaflega fær að sjá Christian Bale horast niður í supermodel stærð á meðan öllu stendur. En það er einmitt soldið um svo svakaleg karlmennskubönd að það brakar hreinlega í leðrinu og maður fær svona Brokeback Vietnam fíling.
En þetta er mynd sem ég mæli eindregið með og ættuð að tékka á henni... Annars er ekkert í gangi nema ég bíð ENNÞÁ Jóna... Eftir þér baby baby...
Athugasemdir
urgh. eg kem heim i kvold (nott)..thessi ferd = ekki anaegjuleg.
bara djofuls stress og kortarugl og vitlaust reiknad evrugengi og blaaah.
I want my bf's back. NOW. :'(
kiza, 23.11.2007 kl. 10:14
Æææiii babybaby... Hey það var þó bodies og svona hehehe. HLAKKA TIL AÐ FÁ ÞIG HEIM.. Btw er kominn með íbúð JEIEJEIJEIJEIJEIJEI.
Bara Steini, 23.11.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.