Helv.erfitt.

Það er rétt... En samt ligg bara hér í hálfgerðri flækju. Helgin var frekar erfið eftir fréttir af góðum félaga sem er í erfiðum málum og gistir nú bara götur borgarinnar... Það fékk mig aðeins til að fara í svartnættið... Það er ansi erfitt að vera sífellt svona á einhverju gráu svæði og maður virðist ekkert komast eitt né neitt... Æææii ég ætla ekki að fara eitthvað að væla hérna en það er bara eitthvað svo stór heimurinn í augnablikinu og það er eitthvað svo langt bara í eitthvað sem ég veit ekki hvað' er...

Það er bara ekkert gott að vera til í nótt... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta hjálpar örugglega ekkert... og ekki heldur að segja þér að þetta verði auðveldara....

Haltu bara áfram að vera einlægi klári maðurinn sem þú ert og gæfan hlýtur að streyma til þín 

Heiða B. Heiðars, 19.11.2007 kl. 03:19

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála henni Heiðu og vonandi birtir upp um síðir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 08:01

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eigum við ekki bara að kalla þetta boðefnaröskun. Það er bara eins og hver önnur kveisa. Þetta líður hjá. Þarna er gottt tækifæri til að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt og líða betur við það.

Liggðu bara í dag og vertu þér út um Eckhart Tolle. Þar er svarið við þessu öllu.

Þú veist þú átt mig að ef þú þarft.  Meillinn minn er á blogginu.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 08:11

4 Smámynd: Bara Steini

Jújú Heiða mín, það birti nú strax yfir :) 

Eckhart á náttborðið og swiss miss í lítratali bíða í dag Jón :) Takk fyrir orðin .

Takk annars öll fyrir að gera byrjunina á þessum degi góða

Bara Steini, 19.11.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband