Ruglleiðarinn....

Jæja, ekki það að ég sé útskrifaður úr fínum skóla né er ég með úthlutað starf frá himnafeðrinum, þá hef ég nú komið víða við og kynnst mörgu sem er kannski ekki alveg á yfirborðinu hjá "eðlilegu" fólki. Þessvegna langaði mig að eins óháð öllum trúbrögðum eða upplifunum annara að ræða aðeins um það þegar alkahólistar sem eru búnir að þróa sinn sjókdóm lengi og hafa jafnvel ekki litið edrú dag svo tugum ára skiptir. Og þá erum við að tala um að vera aldrei edrú...

Það er nefnilega svo margir sem hafa ekki kynnst þessum málum í eigin persónu og margir virðast halda að Vogur sé nú bara nóg og fara svo á fundi í sex mánuði eða svo. Jújú það auðvitað hjálpar en það er svo margt sem er að sem erfitt er að laga eða halda í skefjum.

Til dæmis eru krakkarnir sem búa hérlendis orðin útbrunninn á sál og líkama þegar ef heppnin er með skellt í meðferð... En það lagar bara likamlega partin og býr mann undir áframhaldandi meðferð fyrir huga og sál. En það er einmitt þar sem vandmálin byrja. Þetta skilningsleysi á þessum tveim edrú/neyslu menningaheimum er nefnilega mikill. Allt lífið hefur kannski byggst á því að bjarga sér fyrir horn, neyða í sig mat kannski einu sinni til tvisvar í viku og sífelldur flótti frá sjálfum sér og öðrum... Auðvitað segja margir "en þetta er bara partý" og jújú auðvitað eru þeir tímar þegar næst í skammt góðir en það er ekki nema nokkrir tímar á móti öllu þessu geðveika harki.

En það er ekki og enginn mun geta sagt að það sé góð tilfinning að standa á götuhorni og það skiptir engu máli hvert maður fer, því maður hefur engann stað til að fara á. Vera einn fastur einhvernveginn í eigin líkama og með huga sem vill einungis koma manni í gröfina. 

En í meðferð fer fólk þó sem betur fer og kemur svo út og ætlar að sigra heiminn því þegar maður stígur úr meðferð með fullann maga og hjartað fullt af von þá er ekki ský á himni. En þá tekur við það að þurfa að fóta sig í edrú samfélagi... Og það er ekkert það auðveldasta í heimi.

Maður þarf hreinlega að læra að tala upp á nýtt, því eina sem maður hefur talað um er þessi neysluheimur og allt sem tengist honum. Svo allt í einu situr maður í kringum fólk sem er statt á svo allt öðrum stað. Ég hef oft kallað það "Úthverfaliðið" því maður hefur bara aldrei heyrt um flest það sem um er rætt...

En sem betur fer er eins og segi til fundir og gott fólk þarna úti sem er reiðubúið að aðstoða mann að taka fyrstu skrefin og hafa svo auga með manni því maður verður nú að reyna að treysta á sjálfan sig svona smávegis.

En svo kemur alltaf upp svona aðstöður þegar skyndilega springur upp einhver trúarbragðabomba og það fara að myndast jafnvel klofningur í góðan hóp og fólk stekkur afstað undir fána einhvurra trúarbragða og hreinlega valtar af stað með þau skilaboð að þeirra leið sé sú eina og enginn eigi von nema þeim sé fylgt....

Og þar er það sem hættan er stærst, því eins og ég  segi þá er nú nógu erfitt að reyna fóta sig í þessari venjulegu hringiðu og maður er einfaldlega ekki búinn undir að takast á við svona "boðskap" og reglugerða trúarbragðabull og maður einfaldlega stingur af því ekki vill maður enda í forsvari einhverjar trúarsamkomu... En um leið og maður stingur af vegna svona hluta þá er bara ein leið að leita á og er það aftur út í ruglið, maður skilur það og nær að fóta sig þar...

En svo eru þeir sem eru einmitt í svona aðstæðum og geta hreinlega ekki sagt nei, því óttinn og vonleysið er orðið það mikið að maður getur ekki annað en gengið þá leið sem Trúmenninir leggja fyrir mann... Sumir ná að komast inn í þessar aðstæðu jújú, en ansi margir koma jafnvel enn verri þaðan út en þegar þeir fóru þangað inn... 

En það sem ég er að reyna að koma einhvurn veginn útur mér er að óháð öllu þá ALLS EKKI að blanda saman þessum tveim stefnum. Þetta er ekki trúabragða prógram stendur í t.d. í A.A bókinni. Og ég er ekki að segja að fólk eigi að hætta að trúa um leið og það fer á fundi, heldur að halda í trúna og nota það sem styrkir mann og hjálpar í gegnum alla þessa flækju. Þetta er oft spurning upp á líf og dauða hverning tekið er á móti fólki og verður að vara sig á að detta inn í ofsafengnar trúarpælingar eða einhverjar aðra hluti til að bjarga fólki, því ef ekki er staðið að málunum eins og þarf og á að gera þá getur það endað með enn einu mannslífinu.

Líka úti í samfélaginu þarsem það er nú ekki stærra en það er, þá þarf að veita fólki sem er innilega að reyna að vinna í sínum málum og er að gera hluti sem skila góðu smá andrúm og ekki þetta sífellda "ææ hann/hún enn að reyna þetta" og allt það kvabb sem er oft í gangi..

Ég er ekki barnanna bestur í því samt sem áður en ég reyni þó að sýna opinn hug og þolinmæði og bakka frekar með mínar skoðanir heldur en að reyna að lemja þær inn í hugann á fólki, því ég veit það er engann veginn að virka... Þessvegna vona ég innilega að það fólk sem er með trúarbragðabjörgunnar prógram geri sér grein fyrir því að Guð tekur ekki allt slæmt frá þér, heldur verður fólk að vinna í sínum málum og þróast og þroskast, í stað þess að staðna og veltast um í ekki allt of hollum boðskap að þessu leytinu til...

Enginn mannlegur máttur getur bjargað þessu og eru Guðir þessa heims það margir að hálfa væri meira en nóg... Þessvegna svíður mig það að sjá einmitt þetta vera ske... Þanning að í guðanna bænum hafið það á bak við eyrað að mannslíf eru í veði og verið ekki að taka á ykkur starf Guðs heldur verið manneskjur með opinn huga tilbúinn að taka á móti hverjum sem er óháð öllu því öll eigum við víst að vera hér á jörð hvurskyns við erum....

Okei bæbæ.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

vá steini, góð færsla, skil alveg 100% hvað þú átt við. Þessi trúarbragðaedrúmennska getur verið varasöm ef fólk fer að trúa í blindni á að guð taki allt slæmt frá manni...

Og hvernig það er þegar fólk fer að fóta sig aftur í samfélaginu eftir meðferð getur þetta virst ansi góður kostur, en hver og einn verður að finna sér sinn stað í samfélaginu, en það er erfitt að finna hann *andvarp*

Davíð S. Sigurðsson, 12.11.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Bara Steini

Takk fyrir. 

Jumm það er satt og er einning að mínu mati ansi hart þegar aðrir finna staðin fyrir mann og tálga mann þartil maður passar.

Bara Steini, 12.11.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

being a grown-up sucks ...

Davíð S. Sigurðsson, 12.11.2007 kl. 17:17

4 Smámynd: Bara Steini

Sucks balls....

Bara Steini, 12.11.2007 kl. 17:18

5 Smámynd: kiza

Ég bara tek ofan hattinn.  That moved me, man... *megaknús*

Þessi dagur er alveg ótrúlega blár eitthvað...sjálfri hefur mér liðið eins og það sé "a great disturbance in the force", eða þannig einhvern veginn... 

kiza, 12.11.2007 kl. 17:28

6 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

róleg í star wars tilvitnanirnar ... nr 2 í dag ;)

Davíð S. Sigurðsson, 12.11.2007 kl. 17:30

7 Smámynd: Bara Steini

Á meðan við höldum innra barninu þá verður þetta allt í góðu. Þetta fólk sem týnir því er búið að týna sakleysinu þess vegna kemur það svona fram. We shall prevail young one

Bara Steini, 12.11.2007 kl. 17:32

8 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

FLOTT FÆRSLA !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 13.11.2007 kl. 00:04

9 Smámynd: Bara Steini

Þakka þér fyrir það.

Bara Steini, 13.11.2007 kl. 00:04

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þetta er eitt það besta... ef ekki það allra besta sem ég hef lesið í bloggheimum!!
Takk fyrrir þessa færslu krúsídúllan mín!!!!!!

Heiða B. Heiðars, 13.11.2007 kl. 01:15

11 Smámynd: Bara Steini

æææææiii... Takk fyrir.

Bara Steini, 13.11.2007 kl. 01:22

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Klassafærsla...

Glæsilegur,

Steingrímur Helgason, 13.11.2007 kl. 01:41

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú kreystir út á manni tárum bölvaður melurinn. Karlmennska mín býður hnekki við lesturinn. En mikið er þetta falleg og sönn lýsing og viðhorfin þín kristal tær og manneskjuleg.  Maður er bara smá stoltur af að þekkja svona nagla.

Blessi þig ævinlega kæri vin.  Ég vona að þú fyrirgefir ef ég linka þetta.  Það er hugsanlegt að það sé þorf fyrir þaðí öllu moldroki Jesúhopparanna hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 07:00

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Glæsilegt. Það er vandaverk að vera edrú.

Páll Geir Bjarnason, 13.11.2007 kl. 07:27

15 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góð færsla hjá þér  Ég hef verið edrú í nokkur ár en er engan veginn búin að ná mér og geri eflaust aldrei að fullu.

Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.11.2007 kl. 08:48

16 Smámynd: halkatla

ég ætlaði nú fyrst bara að segjast ekki alveg hafa skilning á þessu og að ég gæti ekki sagt neitt af viti, en nú langar mig að bæta því við að þetta er ótrúlega flott, margt svo satt í þessu einkatrú hjálpar hverjum og einum en að troða sinni trú yfir á aðra er bara misheppnað rugl (það er samt ekki einsog ég hafi ekki reynt, hehumm) og það sem mestu skiptir er að virða aðra, fordæma þá ekki sem persónur áður en maður kynnist þeim og að hjálpast að, í von um að fá þá hjálp til baka sjálfur þegar maður þarf á að halda  

halkatla, 13.11.2007 kl. 13:38

17 Smámynd: Bara Steini

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir góð orð. Maður finnur sig vera þiðna meira og meira með hverjum deginum þegar maður er umkringdur svona góðu fólki

Bara Steini, 13.11.2007 kl. 16:41

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær færsla hjá þér Steini minn. 'Eg er þér sammála frá A-Ö. Knús á þig

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.11.2007 kl. 17:50

19 identicon

Ég hef alltaf sagt það " Ég á flottasta og besta bróðir í öllum heiminum " Takk fyrir að vera til Steini. Við Elskum þig !!!!

Gummi (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 14:52

20 Smámynd: Fríða Eyland

kvitt...

Fríða Eyland, 14.11.2007 kl. 17:44

21 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Frábær lesning takk.

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband