12.11.2007 | 15:22
Bálreiður í hlátursskasti.
Það er alltaf gaman að finna sérstakar myndir og þessi er stórsniðug. Annars er ég bara að henda inn smá smá, það er varla að maður hafi orku eftir lyklaborðs pikkið sem gengið hefur á í dag....
Þökk sé góðum félaga mínum hann Jón Steinar sem setti inn vídeo af uppistandara sem kallaður er George Carlin þá ligg ég hérna í stórundarlegri aðstöðu... Þessi gæi er nefnilega svo óborganlega fyndinn en á sama tíma segir hann hlutina svo blákalt og maður sér allt í nýju ljósi að maður verður bálreiður...
Jebb undarleg tilfinning að liggja bálreiður í hláturskasti. En þanning eyddi ég nóttinni minni. Mæli eindregið með því að kíkja á þessi vídeo. Gott að geta dregið hugann aðeins útur þessa siðmenntaða samfélagi svona öðru hverju....
En ég ætla að skella mér aðeins út og hrista mig aðeins...
Athugasemdir
Steini minn. Vona það þú eigir góðan dag úti og náir að hrista þig duglega. Ég sjálf er dauðþreytt eftir hamaganginn á blogginu mínu sem stendur enn.
George Carlin er frábær!
Takk fyrir öll skrifin á minni síðu og við höldum áfram í baráttunni!
Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.11.2007 kl. 15:48
Göngutúr í rigningunni þeytti þessu neikvæðis rugli öllu á brott og er maður undirbúinn fyrir næstu lotu , Margrét
Bara Steini, 12.11.2007 kl. 16:54
þessi mynd er frábær, ég þarf að kíkja á myndböndin hjá prakkaranum það er deginum ljósara
Fríða Eyland, 16.11.2007 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.