9.11.2007 | 13:53
Íslenskur Raðmorðingi....
Jebb ekki var gott að vera ferðamaður á leið um Búðir Snæfellsnesi í kringum mann sem kallaður var Axlar-Björn. Jummjumm er þetta svo að segja fyrsti raðmorðinginni Íslandssögunnar. Var maður þessi með gistingu fyrir fólk en gekk á það með exi eina sem hann notaði óspart og gekk hann frá að minnsta kost 18 manns sem hann fleygði svo í tjörn eina sem er rétt hjá bænum hans. Og það er ekki lengra síðan en 1596 sem maður þessi var dæmdur og tekinn af lífi...
Og það er engin smá aftaka sem hann gengur undir. Hann er fyrst beinbrotinn á öllum útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og þar á eftir brytjaður niður og einstakir hlutar af búk hans hengdir á stengur... Huggulegt..
En ég einmitt man að þegar ég var gelgju-púki í sveit fyrir vestan þá var mér óspart sagt sögur af þessum gæja og haldið var fram að hann hefði hent nú einum til tveim skrokkum í dý eitt sem var fyrir neðan bæinn sem ég var á.... Og það voru rökkursögur sem fengu mann til að bíða beinsperrtur eftir hvítu og innsognu andliti með eitthvað glampandi í hönd á gluggann hjá manni... En svo kom víst aldrei til.... En þetta finnst mér alveg hreint stórmerkilegt með þennann gaur... Snargeggjaður raðmorðinginni með enga samvisku né nokkuð hreint í sálu og hann lifir enn í rökkursögum handa börnum... Sniðugt....
Athugasemdir
Las um Axar Björn þegar ég var unglingur, var eiginlega búinn að gleyma honum. Takk fyrir að minna mig á........Nú þarf ég að finna mér eitthvað meira að lesa um þennan ágæta mann.....
Gulli litli, 9.11.2007 kl. 14:16
http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_oxl_axlar_bjorn.htm
Þarna er slatti af sniðugum hlutum um kappann. Og svo nátturulega Svört verða sólskin bókin.
Bara Steini, 9.11.2007 kl. 14:24
Afar fróðlegt takk..
Gulli litli, 9.11.2007 kl. 15:42
Minnsta málið, þetta er frekar áhugaverður og vel gerður þráður.
Bara Steini, 9.11.2007 kl. 15:43
Steini... ég útnefni þig nýja axarbjörn íslands, og hef fest kaup á eyðibýli fyrir vestan svo að þú getir stundað iðju þína áhyggjulaus
Davíð S. Sigurðsson, 11.11.2007 kl. 18:12
Bara Steini, 11.11.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.