9.11.2007 | 00:55
Eftir jólaæðið.
Ég er búinn að vera að velta fyrir mér að skreppa út eftir jólin. Og það fyndna er að það er ekki Amsterdam eða neitt Evrópu ráp, heldur er að spekúlera í Færeyjum eða eitthvað þanning. Það er bara þanning að maður verður að skreppa stundum útur þessu öllu og ná bara þessu svaka hraða þjóðfélagi á réttan stað eftir jóla æðið sem er að bresta á. Ekki að það sé ekki frábært og allt það þessi þeitingur og hamagangur en stundum er það bara fullmikið af því góða.
Þanning að í jan er ég bara að spá að sitja í fjallkofa (vonandi) með engin hljóð önnur en þessi venjulegu sem eiga að fylgja plánetunni. Og auðvitað með swiss miss í hönd og laptoppin falin i poka við hliðina á stólunum... Jumm, ekki hélduð þið virkilega að ég færi að brölta upp í óbyggðir með engann hátæknibúnað... Hehehe ekki sénsinn. En annars er bara einhvur svona þörf í mér núna að bara skunda á fjöll og firnindi í fjóra fimm daga.
Athugasemdir
Það er einatt hægt að flytja út í tjarnarhólmann á meðan vitleysan gengur hjá. Held þú náir hive-inu frá ráðhúsinu þar.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 06:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.