20.10.2007 | 15:32
Internets Innbrot....
Hjálpi mér allir heilagir... Nú komust einhverjir ands. í borðtölvunna mína einhvernvegin og nú situr hún kokfull og hóstandi á borðinu mínu og spýtir upp spywares og allskonar drasli... Svo sit ég hér í trylltu taugaveiklunnarkassti yfir því að öll vinnann mín sé bara uppétin og handónýt.
Ekki það að það sé ekki hægt að vinna þetta upp aftur ef allt fer í vaskinn. Samt gerir þetta mig alveg bilaðann að ráðast svona á saklausa litla tölvu og skilja hana eftir í druslum.... Æiii ég ætla að tæta af stað til félaganna með greyið og gá hvort eitthvað sé hægt að gera......
Athugasemdir
Eflaust ,,Poltergeist" í tölvunni þinni, hringdu beint í Magnús Skarphéðinsson! .. úps kannski ekki grín að þessu gerandi, ótrúlega pirrandi þegar tölvur hafa sjálfstæðan vilja.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2007 kl. 15:39
Hehehe snilld. Takk fyrir ráðið, það liggur við að maður sé nógu skelkaður til að reyna það
Bara Steini, 20.10.2007 kl. 15:40
Donadona nafni minn...
http://superantispyware.com/
Þetta er frítt, fallegt & virkar, fágætt slíkt í þessum heimi.
S.
Steingrímur Helgason, 20.10.2007 kl. 16:38
Frábært, kærar þakkir fyrir þetta Steingrímur Nú þeysist ég af stað að reka út þessa illu anda...
Bara Steini, 20.10.2007 kl. 16:42
Veslings hjartans kallinn minn. Ég kannast svo vel við þessi persónulegu verðmæti inni á tölvum sem eru svo gríðarlega andlegs virði. Ég vona að þú kippir þessu í liðin Steini..
Ég yrði alveg jafn urrandi í þínum sporum...
Ég reyndar fæ ekki lengur vírus í tölvuna eftir að ég keypti mac.
gangi þér vel með að lækna tölvuflensuuna.
Brynjar Jóhannsson, 20.10.2007 kl. 21:50
Þetta sem betur fer reddaðist, hann Steingrímur vísaði mér á lausnina. Missti ekkert nema explorerinn og einhvern bookmarks... Fjúkkk.... *Strýk enni*
Bara Steini, 21.10.2007 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.