19.10.2007 | 16:51
Enn og aftur... Fiðurfénaður....
Sko..... Nei nú er ég kominn með nóg af veirum og flensum og öllu þessu agnarsmáa ógeði.... Fuglaflensu faraldur.... Æiii vitið þið það að þetta er svo ógurlega lélegt og allt það. Koma af stað einhverji svaka paranoiu í kringum þetta. Eins og síðast þegar allt bilaðist og fólk heimtaði hreinlega opinberar aftökur á fiðurfénaðinum í húsdýragarðinum og einhverri góðri konu var gert að hengja eða hálshöggva, hverning sem maður fer að því drepa þessi grey, öll sín fínu fiðurfé sem hún átti í garði sínum í Hafnarfirði.
Meira ruglið allt þetta tal... En nú er bóluefnið komið og allt í góðu, þanning að við getum kíkt út og haft litlar sem engar áhyggjur af þessum fljúgandi efnavopnum...
Bóluefni gegn H5N1 fuglaflensu keypt til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.