10.10.2007 | 00:47
klukken....
Ja hérna hér... Hér sat ég í rólegheitum og ætlaði að reyna að halda mig í svona film noir dularfullum reyksveiptum hálf-feluleik. En nei, er þá ekki hent á mann 8 hluta játningu um hluti sem fæstir vita... Hmmm... Það er hreinalega tætt utan af manni leynifötin og maður á bara að standa bestrípaður fyrir framan alþjóðina...
Já veistu það hljómar bara ekkert illa ef maður setur það upp þanning hehehe... Þanning að ég hefst þá handa vegna klukks Lehamzdrs...
!. Eins ógurlegur og uppblásinn sem maður getur orðið þá þarf ég ekki annað en að sjá dordingul eða eitthvað annað fjölfætlufyrirbæri til að breytast í sjö ára lítinn týndann strák í kringlunni.
2.Eins mikið af subbuskap og djöfulgang í bíómynd sem maður er sífellt talandi um þá fell ég alltaf fyrir Pixar tölvuteiknimyndum....
3.Eins sjálfstæður og "fullorðinn" sem maður er þá þarft samt stundum að fara og fá ráð hjá Mömmu...
4.Mér líður best einum á fáförnum stað eða litlu kaffihúsi með teikniblokk.
5. Tónlistin sem ég hlusta mest á hefur oft verið mistekin fyrir illa stillt útvarp hehehe. En hef samt þolinmótt eyra fyrir flestu nema country og svona kirkju svaka sálma þar sem fólk hreinlega tapar sér í gleðinni.
6.Ég hef mest alla tíð verið vandræðagemsi og rugludallur og er svona í rólegheitunum að raða þessu öllu saman í kringum mig aftur.
7.Ég á einstaklega erfitt með að sjá illt í fólki og hef nokkuð opinn huga... ef hann er eftir því sem ég vill hehehe.
8. Ég mundi aldrei nokkurn tíma detta í hug að gera nokkuð þessu líkt eins og að svara þessu hérna eða blogga, sem sýnir mér að maður er nú sem betur fer alltaf að breytast og situr ekki í sama farinu....
En ef ég a´að klukka einhvurn þá veldi ég,
Bennu
Skessu
Trini
Kizu
Halkötlu
Skorrdal
bisowich
rustikus
Athugasemdir
æ djöfullinn hafi það drengur! ..... á ég sumsé að lesa upp 8 atriði um sjálfa mig eða...?
the ninja reveals no secrets. *zen*
kiza, 10.10.2007 kl. 15:38
bloody hell!! Mér sem hefur tekist svo vel að vera leyndardómsfull :)
Heiða B. Heiðars, 12.10.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.