7.10.2007 | 17:59
Tímaeyðsla.
Mikið er eitthvað langt síðan ég potaði eitthvað niður á þetta lyklaborð mitt.... Ætli það sé bara stumble it sem er bókstaflega búið að sjúga úr mér allra skynjun.... Þvílikir hlutir sem fylla þetta gómsæta hlaðborð sem við erum við með fingurgómana. En ég veit ekki, kannski er það einmitt bara staðreyndin að maður er nú kominn inn í einhvern omg ég er farinn að eldast pakka, og sit bara í uppkuðlaðri ikea sæng með swiss missið mitt og brostnin vonarglampa á brún.
Hehehe nei ætli það. En svo fór ég að spá, gæti verið að ég sé hreinlega bara svona óreiður og pirraður að nú hefði ég ekkert til að rasa um og reyna að breyta með molotovkokkteilum og uppþotsræðum.... Neibb, varla sem betur fer, er nóg til þess að halda mér gangandi, og nú þegar ég fer að nálgast það að verða krumpaður kall með staf, þá get ég hlakkað til að rífast og gjamma yfir illa röðuðum vörum í hverfisbúðinni.Svona lítið elliært uppþot alltaf einu sinni í viku.
En það er ekki heldur það því það sem mér finnst ómögulegt að lesa er einmitt þanning krumpaður pirringur endalaust. Þanning að ég rúllaði mér úr rúminu og upp á skrifstofuborðsbrúnina til að skrifa eitthvað þessu líkt... eingin lausn á heimsvandanum... ekki neitt nöldur... Bara að eyða svona tveim til þrem mínutum úr þínu lífi... Annars er ég allur að koma til og blæs og hvæsi eins og ég er langur til...
Athugasemdir
Hey !!! Það var mikið að þú skammaðist til þess að pikka nokkrar línur. Ég er búinn að vera í fráhvörfum hérna, bíðandi eftir einhverju til að lesa. Keep up the good work buddy !!!
Gummi (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 12:57
Hehehe Takk fyrir það bæði tvö
Bara Steini, 9.10.2007 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.