Klón sál...

Við stöndum á skrýtnum tímum. Það er sagt að mig minnir að ef maður skapi líf þá afsanni hann guð. Nú er víst búið að clona hvað, eina eða tvær kindur semsagt guð er afsannaður. Eða er það. Hmmm ef svo er að vísindamenn geti skapað líf og þá clonað hitt og þetta, þá spyr ég hvað verður um sálina þegar cloninn deyr, er hann með sál... Æææi vansveftar pælingar eru aldrei hollar. 

Nú og eins með okkur mannfólkið sem æðum áfram og skrifum okkar persónur inn á blogg og hitt þetta, fóðrum tölvur og tæki með "mennskum" hæfileikum. Erum við að vinna að eigin eyðingu eða mun mannkynið þróast áfram með samruna manns og vélar. Og hvað verður þá um þá sál þegar mennvélinn deyr.... En ég veit ekki hreinlega hvað eða hvert þetta stefnir allt saman, og reyni varla að sjá það fyrir. Það er bara ekki hollt fyrir téð sálartetrið að hugsa svona mikið hvaðan hún kemur, eða hvert hún fer.

Maður á bara að láta fara vel fyrir sér, kikja út um gluggana og njóta ferðarinnar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er saga.

Einusinni var leirkerasmiður sem að var dálítið óánægður með það hvernig Guð stjórnaði heiminum.

Hann rölti sig því á fund Guðs, bar upp kvartanir sínar varðandi stjórnarhættina og sagði svo: Guð ég er að hugsa um að smíða mér minn eigin Guð úr leir, gæða hann eiginleikum eftir minni hentisemi og þá mun hann stjórna heiminum eftir mínu höfði og þú getur farið í frí.

Hmm,,,Það er svosem í góðu lagi mín vegna sagði Guð þá, but there's one small problem!

Nú? sagði leirkerasmiðurinn ....

Já sagði Guð, ef að þú ætlar að smíða þinn eigin Guð gæddan þínum eigin eiginleikum að þá verðurðu að skaffa þinn eigin leir til verksins. 

Við getum aldrei skapað, það er allt þegar skapað, við getum bara fiktað ekki satt? 

G.Þ. (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 02:35

2 Smámynd: Bara Steini

Jú mikið satt, mikið satt. Enduraðað og dedúð við þetta allt saman. Það er nú sem betur fer ennþá óskiljanlegir hlutir sem getum spáð í og reynt að komast að niðurstöðu á. Takk fyrir þetta snilldar innlegg.

Bara Steini, 29.9.2007 kl. 02:44

3 identicon

Amen á eftir efninu.

Kv: G.Þ.

G.þ (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband