Ísl/enska.

Það er nú meira en ég hef orku til í gangi í "bloggheimum" í dag. En ég var einmitt að spá bara hvort það sé nú ekki verra fyrir afgreiðslumann sem er slakur eða ekki talandi íslensku að þurfa að afgreiða nývaknaðann Íslendinginn sem vill bara Ylvolga nýbakaða rúgbrauðið sitt.

Æææi maður verður að stíga svo varlega til jarðar í þessari umfjöllun útaf R-orðinu rosalega. Bara það að vilja geta pantað pizzu án svakalegra orðaleikja sem taka stundum allt upp í10-15 mín getur smellt á mann Rasisma stimplinum ógurlega. En eins og ég las áðan hjá Jenny þá er þolinmæði og umburðarlyndi lykillinn.

Og það er hlutur sem maður þarf að hafa nóg af plús bala fullan af æðruleysi til að standast allar þessar málfærslur sem þjóta hér fram og til baka og verða svo jafnvel allt gleymt eftir nokkra daga. En ég ætla bara að hella mér í scifi channel og þykjast vera að breikka kunnáttu mína á torkennilegum dýrum hingað og þangað og hlakka til að sjá hvað skellur upp á morgun...Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband