Götulist.

BANKSY AGAINEnn og aftur er kallað á refsingar og áslátt á fingur. Veggjakrot æpa allir upp fyrir sig og virðast nú ekkert vita fyrr en daginn. Það er töluverður munur á graffity=veggjalist og tag=krotmerkingar. Fólk er ekki alveg að gera sér grein fyrir hvað mikið af virkilega góðum gröffurum er þarna úti, og er þeir margir frekar ungir og einstaklega góðir í þessari annars mjög svo miskildu listgrein. Afhverju ekki að fá handa þessum köppum tilskilin svæði þar sem þeir geta framið listræna "glæpi" sína. Afhverju ekki að reyna að halda t.d. kennslunámskeið í félagsmiðstöðvum, afhverju ekki að kynna málið betur fyrir bæði unglingum og fullorðnum.

Þeir sem virðast halda að allt graffity sé bara kriss og krot hér og þar um bæinn ættu nú að líta í bók sem kom nýlega út sem heitir Icepick og þar er hægt að fá gott yfirlit hverning list er í gangi. Það er nefnilega þanning að flest graffity verk eru nú ekki á almannafæri heldur yfirleitt bakatil þar sem þau verk fá frið t.d frá þeim sem gera ekkert nema krota. Þetta er óborganlegt að sjá myndir sem eru virkilega vel gerðar og mikil vinna í, sem fá að standa í einhvern tíma og hverfa svo skyndilega eins og dögg fyrir sólu. Finnst mér endilega verða eitthvað gott úr þessu gert annað en endalausar refsingar sem drepa niður komandi listafólk. Athugið aftan á mál og menningu og í portið á Prikinu eða takið ykkur göngutúr um iðnarhverfin hér í borg og fáið ókeypis litabombu sýningu í ljósaskiftunum. Ég held það sé ágætt að fá smá list í þessa annars gráu borg.


mbl.is Lögreglan biður foreldra að taka þátt í baráttu gegn veggjakroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé verið að tala um skemmdarverk en ekki list. Hér er munurinn:

Ég á hús í 101. Ég málaði það fallega gult. Svo kom einhver með spreybrúsa og spreyjaði á fallegu gulu málninguna einhverja stafi sem ég skil ekki. Ég málaði yfir það. Nokkrum dögum síðar gerðist hið sama. Ég málaði yfir það. Svo gerðist það einn daginn að ég kem að tveimur ungum strákum sem eru að byrja að spreyja og ég kallaði til þeirra. Þeir litu upp og hlupu í burtu. Þeir vissu að þeir væru að skemma fínu málninguna mína. Listamenn hlaupa ekki í burtu frá listinni sinni.

Ef ég hefði áhuga á svona "list" á húsið mitt þá myndi ég biðja um það og jafnvel borga fyrir hana. En ég vil hana ekki. Ég vil frekar hafa húsið mitt einlitt. Gult. Eins og er þá erum við að eyða tugþúsundir króna á ári í gula málningu vegna þessa skemmdarverka. Ætlar þú að borga þetta? Eða "listamennirnir" tregu ef ekki heimsku sem að skilja ekki að ég vil ekki listina þeirra á húsið mitt?

Það er nóg komið af þessari vitleysu og þessum afdala afsökunum. Alvöru listamenn þurfa ekki að flýja list sína. Þeir standa hreiknir við hlið hennar.

ex354 (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:53

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ex354 .......Já alveg rétt hjá þér . þetta er alveg eins og að alvöru bloggarar rísa undir nafni en tjá sig ekki undir dulnefni eins og þú og taka ekki ábyrð á orðum sínum..

Brynjar Jóhannsson, 25.9.2007 kl. 16:39

3 Smámynd: Bara Steini

Hehehe fyndið, þetta er einmitt sem ég er að reyna að benda á að ef þessum pjökkum yrði nú leiðbeint á staði þar sem þeir gætu þróað list sína óheftir og óhræddir þá held ég nú að vandamálið muni minnka. En ex54 ég var nú að ræða um þá veggjalistamenn sem eru búnir að vera lengi að og hafa skapað sér nafn en ég var ekki að ræða um stráka sem langar að gera eitthvað en hafa engann völl til þess. Og það er að mínu mati vandamálið.

Bara Steini, 25.9.2007 kl. 16:45

4 Smámynd: Bara Steini

Og utan við alla þá "kunnáttu" sem fólk virðist vera fullt af þá hata graffarar yfirleitt taggara...

Bara Steini, 25.9.2007 kl. 17:02

5 identicon

"Löglegt" veggjakrot er, eðli málsins samkvæmt, ekki veggjakrot. "Graffarar" líta niður á þá sem mála með leyfi. Ég veit ekki hvaðan þín "kunnátta" kemur, en graffarar og taggarar eru sama fólkið.

 Man einhver hvenær þessi ægilegi "faraldur" byrjaði? Jú, þegar borgin fór að mála undirgöng jafnóðum og það var málað í þau. Þá færðist krotið upp úr göngunum og yfir á fallegu gulu veggina.  Þegar þú hróflar við botninum þá flýtur skíturinn upp á yfirborðið.

veitallt (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:50

6 identicon

Elsku Brynjar minn. Hér er verið að BJÓÐA fólki að setja inn skoðanir án þess að skrá sig inn. Ég man ekki eftir að BJÓÐA þessu hyski að spreyja á húsið mitt. En það er eins og við manninn mælt, alltaf skal einhver breyta umræðuefninu í persónuárás þegar þeir hafa ekkert svar eða eitthvað betra að segja ;-)

ex354 og hreykinn af því (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:01

7 Smámynd: Bara Steini

Það sem ég er að reyna að koma á framfæri "veitallt" er að það er hellingur af liði að krassa útum allt og ég hefði mátt orða betur var að ég mundi halda að þeir sem væru að graffa af einhverri alvöru mundu þá líta niður á þá sem láta ekkert vera heldur tagga á allt og koma þanning af stað þessari endalausu neikvæðu umfjöllun sífellt í gang. Og ég er ekki að meina að "lögleiða" graff heldur væri ágæt hugmynd að hafa lögleg svæði þar sem krakkar gætu mætt og gert sitt. 

Bara Steini, 25.9.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband