Bóndapæling.

Stundum fyllist ég þessari undarlegu tilfinningu, ég veit ekki hvort rétt sé að kalla hana heimþrá, en stundum langar mig einfaldlega að flytjast til fjalla. Ég var svo heppinn að ég var sendur í sveit í Króksfirði þegar ég var "vandræðapjakkur" úr Reykjavík, mætti þar úr rútinni með hanakambinn,leðrið og þessa óendanlegu malbiksdýrkun og fannst ég helst ætti betra skilið að vera tekinn af lífi með kindabyssu í hlaðinu en að þurfa að eyða einni minutu þarna í eyðilandinu. Var þetta mikill barátta að reyna mennta fastmótaða hugmyndir fólksins sem átti þarna heima og var mér indælt og gott fólk. En það náði nú ekki lengra þessi anarkisma boðskapur minn en að þegar búið var að eta að manni var einfaldlega bent út í fjós til að moka flórinn. Og ekki fór það nú vel með harðkjarna uppreisnarsegginn sem vildi nú flest öllu illt og helst ekki að eyra neinu.

En þetta endaði þó þessi "vítisvist" og ég kem aftur í bæinn um haustið og við tekur óminnis endalaus  rugltími yfir veturinn. Og aftur fer ég vestur að vetri loknum. Og gekk þetta í að mig minnir 3 ár. En málið er að þessar sveitaferðir mínar held ég að hafi hreinlega bjargað lífi mínu og kennt mér meira en ég hef enn fattað. Þarna fékk maður að fá að vera maður sjálfur svo lengi sem maður gekk starfi föstu og stóð við það sem manni var ætlast til, og það furðulega er að uppreisnarseggur var nú snöögur að samhæfast þessu nýja líferni og var maður farinn að hlakka til að komast í rónna fyrir vestan eftir veturinn í bænum. Og nú er þetta farið að rífa svona líak mikið í mig, þessi snilldar þögn á kveldin þegar maður er að rölta bara um sveitina og varla manneskja í nánd. Það er bara eitthvað við það að geta bara hlustað á sjálfan sig og nátturuna allt i kring um mann. Þetta er allavega einn af þeim hlutum sem maður fær nú að muna eftir sem betur fer, en að hinu leitinu er verra að reyna muna eftir vetrunum sem maður eyddi í ruglinu í Reykjavík. Það kæmi mér bara ekkert á óvart að maður mundi bara einn daginn gefa kerfinu langt nef og láta sig hverfa í einhvern fjallafkimann og koma sér upp sjálfsþurftarbúskap, en það fynda er að maður yrði nú að vera með nettengingu því ekki er nú hægt að anarkistas og tuða yfir grey búfénaðinum. Æi vá ég veit ekki hvaðan þetta kemur skyndilega.... En gott er að eiga þessar minningar... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

óbyggðinar kalla....... það er ekkert athugavert við það....við erum öll nátturubörn inn við beinið...

Brynjar Jóhannsson, 25.9.2007 kl. 07:39

2 identicon

heh, eftir fjóra daga í myrkrinu og þögninni á Flateyri þá skil ég alveg nákvæmlega hvað þú meinar ;)

(jafnvel þó foreldraeiningarnar hafi gert mann nett geggjaðan á meðan...)

jóna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta gerði þig líka að þeirri manneskju sem að þú ert í dag & það er nú líklega meira fyrir hvað þú náðir að hafa skynsemi í kollinum fyrir því.

S.

Steingrímur Helgason, 26.9.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband