19.9.2007 | 17:08
Nornaveiðar...
Eitt sem hefur gripið mig ansi illa þann stutta tíma sem ég hef verið hér inni á þessari bloggslóð, og það er hvað fólk er orðið ansi gróft og virðist oft einungis lesa fyrirsagnir eða horfa á auglýsingar um kompás. Þetta er stórhættuleg hegðun og í það minnsta kosti ekki gott fordæmi. Fyndist mér að fólk mætti nú allavega klára að lesa eða horfa á umfjallanir áður en sest er í dómarasætið með snörunna og gálgann til reiðu þar við hlið. Þetta er hegðun sem skilar engu af sér nema því að maður fer að hugsa hvort hollt sé að vera í kringum svona fólk og þessa ótrulegu vænissýki sem helgrípur fólk. Menn nafngreina fólk hægri vinstri og hafa jafnvel röng nöfn í gangi. Aðrir blása í herlúðra og heimta réttlæti útaf upplýsingum úr þáttum sem það sjálft játar að hafa ekki séð. Ég fæ hreinlega gult fyrir hjartað ef maður ímyndar sér þetta fólk í kviðdóm... Ótrulegt alveg hreint. En í guðsbænum klárið allavega að lesa og horfa áður en kyndlarnir loga og heykvíslarnar fara á loft. En ég er hálfhræddur um það að maður máski yfirgefi þennan málvöll að öllu óbreyttu...
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur. Eins og talað úr mínu hjarta. Ég er alveg hættur að lesa þennan sora. Maður missir trú sína á mannfólkið á köflum. Það er undarlegt að menn skuli yfirleitt vera að ræða það hvort það sé rétt að birta nöfn sakborninga áður en dómur fellur. Það myndi kannski átta sig ef það yrði fyrir ósönnum ákærum sjálft.
Þetta er sennilega að mestu það sama fólk sem hringir í þjóðarsálina. ég veit ekki. Allavega er ég feginn að það er svo skini skroppið að það fær ekki valdastöður. JensGuð skólabróðir minn er farinn að ganga heldur langt að mínu mati og ég er ekki viss um að hann gangi á öllum, þegar hann skrifar sumar færslur. En ef hann vill höfða til þessa umrædda hóps og fær kikk út úr því, þá verði honum að góðu. ÞAð er þó ósanngjarnt að nefna hann einann, því það eru margir töluvert verri. Hann bætir bloggið sitt þó upp með ýmsum skemmtilegheitum inn á milli.
Hér er vonandi ekki þversnið þjóðarinnar hvað þetta varðar. Heyrði í útvarpinu vera spurt um hvort Múslimar ættu að fá að byggja sér Mosku. Þvílíka lágkúru og fordæmingarræpu hef ég varla heyrt....Ég spyr aftur: Á að þurfa að spyrja um þetta í landi, sem státar sig af trúfrelsi?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2007 kl. 21:50
Þetta er einmitt málið. Ég er búinn að vera að fylgjast með þesskonar umræðum eins og með moskvuna frá fólki sem er einmitt svo opið fyrir öllu og alveg til að prófa eitthvað, ein það er alltaf þessi umdirliggjandi tón. Ég veit ekki hvort ótti eða fordómar eða einfaldlega bara hræðsla við breytingar stjórna þessu fólki. En það er þó alltaf hægt að gjamma og benda eins og hinir hérna inni og þarna úti líka og vona að maður hitti á marblettinn sem fær fólk aðeins til að hugsa rökréttar.
Bara Steini, 19.9.2007 kl. 23:32
Steini... Aðalmálið er hvar maður heldur sig sjálfur.... ÞAð er að minsta kosti mitt motto.. Eins og þú hefur tekið kannski eftir þá hef ég úthúðað málefnum,bankastofnunum en látið mennina vera... Í það minnsta kippi ég mig lítið upp við slíkar nornabrennur því það er orðið daglegt brauð fyrir mér. Fólk virðist ekki hafa sans fyrir því hvað þá má og má ekki. T.d eru nornabrennurnar stundum svo blóðheitar að ef maður dirfist að koma með skynsemispól í hæðina þá liggur við að manni sé hent á bálið með sökudólginum . Það sem mér líkar aftur á mót og ég hef sannreynt hérna inni þegar fólk ræðir undir mynd er að ég hef gagnrínt fólk málefnalega og bent þeim t.d á þeirra tvöfalda siðgæði og það sem mér líkar við er að mér til mikillrar furðu þá hefur fólk tekið því. Ég hef sagt að umræður séu hræsni eða bent manneskju að líta í sinn eigin barm og merkilegt NOKK FÓLK TÓK ÞVÍ..
því verð ég að segja fyrir mína parta að fólk tók því...
Brynjar Jóhannsson, 20.9.2007 kl. 00:08
Það er einmitt það sem ég er svo sáttur með þegar skapast umræða hér aðí flestöllum tilfellum tekur fólk mark og allavega ýhugar aðrar skoðanir eða hliðar á málum. Og það er vonarneistinn sem ég held í að kannski einn daginn renni þetta bara allt á réttan stað, hver svosem hann sé.
Bara Steini, 20.9.2007 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.