Allsherjar uppþot.

Ég og félagar mínir vorum að ræða málin í gærkveld með það að fólk á Íslandi ætti bara að taka sig og fara að láta í sér heyra. Ekki á bloggsíðum eða í eldshúskrók nágrannans. Til að mynda á og getur verið fram á beðið að skemmtistöðum/kaffihúsum verði einfaldlega lokað ef fólk er gómað við reykingar með drykk í hendi. Ok hvað ef allir einfaldlega tækju sig til og og sniðgengju einfaldlega þessar "reglur". Á þá að loka gervöllu svæðinu bara, og ef fólk neitar að borga sektir á þá bara að breyta papey í fanganýlendu.

Svo er annað með lokun skemmtistaða um tvö leytið eins og var til siðs þegar ég var um 15 16 ára en þá var það sem partýið fyrst byrjaði. Þá mætti fólk í bæinn snemma og gúffaði í sig eins miklu magni af áfengi og öðru til að þola næturpartýið sem byrjaði eftir lokun og stóð til morguns. Þá var bara einfaldlega slegið upp gleðskap í görðum og götum borgarinnar því fólk gerir það sem það vill. Og hvað í andskotanum á það að þýða að búa í "siðmenntuðu" þjóðfélagi sem kemur illa fram við aldraða, örykja, unglinga ands. vel flesta sem eru í þessu þjóðfélagi. Og núna á að fara að segja fólki hvenær á að fara að sofa....

Þetta getur bara farið á einn veg og það illa. Kemur að því að fallöxin verður reyst á Lækjartorgi og alþýðan leysir vandann. En eins og ég hef margsagt þá er þessi forræðishyggja algerlega óforskömmuð og þegar löggan er gengin í barnfóstru og klósetthreinsunnar vinnu í stað þess að vernda fólk gegn alvöru glæpum, þá er tími til kominn að endurskoða ákvarðnir þessa fólks sem setur þær því það er greinilegt að ekkert af því fólki er í sambandi við nútimann né raunverulaukann.

Og það fyndasta af öllu er að þeir sem setja þessar ákvarðanir í gang eru sífellt að skjóta sig í fótinn með þessari vitleysu. Þetta er farið að vera eins og vera alinn upp á einkareknum leikskóla með Skólastýru með mikilmennskubrjálæði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fylleríið flyst bara í heimahúsin og í úthverfin, með tilheyrandi skemmdarfýsn og heimilisofbeldi, auk þess sem blessuð börnin fá að kenna frekar á ruglinu, þegar mamma og pabbi koma heim og halda partý í stað þess að hryja í rúmið.   Þeir geta flutt þetta til eins og þeir vilja en leysa ekki neitt.  Auka jafnvel afleiðingar vandans ef eitthvað.  Þeir eru bara ánægðir ef svínaríið er ekki fyrir augum þeirra.  Afneitunin á það hvað er á ferðinni er ótrúleg.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Kári Magnússon

Þegar skoðað er hversu mikið valdhafar leggja á sig til að rugla, hóta, hræða, einangra og sundra fólki sést hvað þeir eru hræddir við okkur.

Ég held að það sé kominn tími á byltingu. 

Kári Magnússon, 19.9.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Bara Steini

Jebb þetta er hlutur sem fer alveg einstaklega í mínar fínustu. En það "góða" er að með öllum þessum stefnum og tilfæringum eru þeir aðeins að dreifa vandanum um allt og hann eykst dag frá degi þar til einn daginn sýður uppúr. Þessvegna þarf að reyna að rífa í taumana áður en skipið einfaldlega sekkur.

Bara Steini, 19.9.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband