Æi bara Alkanöldur....

Jú jú var það ekki. Enn ein "stjarna" landsins sem steyptist ofan af svörtu himnahvolfinu og oní ginið á fíkniefnadjöfullinum fékk að stíga inn í hjarta okkar í kveld... Ands. ég veit ekki, kannski er það bara ég en þetta fer alltaf óskaplega mikið í mig eitthvað. Ekki það að þetta sé svosem gott mál og góð fyrirmynd og ég veit ekki hvað, þá er þetta svo undarlegt að það virðist skifta máli hver Alkinn sé. Þarna situr Einar bara í rólegheitum að ræða um plön sín að verða einfaldlega glæpamaður sem lög landsins eiga ekki við, og rabbar um "aðild" sína að nokkrum stórum glæpamálum.

Sem öll áttu sérstað í þá óheppilegu tímasetningu að Einar var bara alltaf rétt að kíkja á staðinn þegar allt fór af stað. Ég sat og hlustaði á þetta og fór að spá að ef ungt fólk hlustaði á þetta og fengi skyndilega þau skilaboð að í lagi væri að fara á þennan stað, nú maður yrði bara ríkur, frægur og að nafni og virðist vera í lagi að vaða svona áfram, finna svo guð setjast í Kastljósið og allt yrði hreint og fínt.

Sjitt, ég þekki ansi marga og hef staðið lengi í þessu sjálfur, og vildi ekkert frekar en að í kastljósið sætist frekar fólk sem er eitt, ekki frægt né ríkt og hefur ekki margt eftir í kringum sig nema einmitt rugl geðveiki og glæpir, einfaldlega til að reyna að halda lífi. Og ekki hef ég séð marga eltast við að reyna koma þeim til hjálpar eða skella þeim í Kastljósið. Því það virðist að fíkill sem er ekki númer sé einfaldlega ekki neitt.

Þetta er orðið að alvarlega stórum vanda hér í okkar litla þjóðfélagi sem við verðum að vinna úr, og vinna úr því með öllum, ekki bara sérvöldum. En að sama leyti getur maður ekki annað en dáðst að fólki sem tekst að rífa sig uppúr þessu helvíti og gerir sitt til að halda öðrum þaðan. Það þarf bara að muna að Allir sem í þessu lenda þurfa tækifæri og jafnvel fleiri en nokkur til að komast þangað og að halda sig þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband