Hvar er Víkingaeðlið.

Mér finnst alveg óheyrilega frábært að fylgjast með alsnakinni þjóðarsálinni í dag eins og aðra daga. Alveg stórmerkilegt hvað fólk getur þjappað sér saman útaf jafn "alvarlegum" hlut eins og greinin góða um dópið hefur gert í dag. En það sorglega er að þegar virkilega þarf að standa saman til að fá alvöru mál löguð, t.d. laga hlut aldraðra og annara stórlega alvarlegri hlutum hér í borg, þá er fólk mikið meira í sitthvoru horninu að ræða hitamálin í stað þess að bera þau á borð eins og þetta mál.

Er þetta einhver furðulegur ótti í brjósti borgarbúa, búast þeir við að ef fólk stæði saman og mómælti t.d þá getur einhvern "foreldravera" í ríkisstjórninni einfaldlega tekið fleiri réttindi af okkur. Eða er það einfaldlega að streð og vandamál og vondur aðbúnaður sitji enn í genunum sem við fengum frá stríðshrjáðum víkingunum sem voru forfeður okkar. En hey þeir létu víst fátt stöðva sig fyrr en inn í landið riðu trúarboðar með betri framtíð eða dauða i farteskinu.

Nei ég neita að trúa því að andinn sem við Íslendingar erum fullir af verði auðveldlega slökktur. Það þarf ansi mikið til að halda lífi hér á þessu skeri á enda alheimsins og það þarf bara aðeins meiri samstöðu til að þetta land geti haft almennilegt dómskerfi sem verndar saklausa ekki þá sekum, gott heilbrigðiskerfi til að hlúa að þeim sem eru að byggja upp áframhaldi búsetu hér.

Ég veit það kemur að því að landinn tekur við landinu sínu úr höndum þeirra sem hafa greinilega enga umhyggju fyrir því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband