30.8.2007 | 17:03
Vandamálastjórinn.
Æiii vitiði þið að mér finnst það bara hálfskelfilegt að hugsa til þess að búa í "sjálfstæðu" ríki þar sem borgarstjórinn er að gjamma svona blint út í loftið í stað þess að reyna að beita sér gegn alvöru vandanum. Og það er einning frekar undarlegt að hugsa til þess að hann segir alltaf að "mér" finnst nú allt í lagi að hafa þetta svona áfram". það virðist vera að kallinn haldi að hann ráði bara alfarið yfir öllu hérna. Og hvað næst, ef honum líkar ekki að þurfa að ganga svona langt inn í verslun til að ná í mjólk á þá bara að endurraða öllu þar og snúa öllu á hvolf. Æ ég veit ekki hvar þetta endar. Og það lagar ekkert ástandið með að færa allt svona til og frá, vandinn fylgir bara með flutningunum og finnst frekar að fólk ætti að setjast niður og ræða málin og koma upp kerfi til að laga þetta allt saman í stað þess að hrökklast undan ábyrgð með svona ummræðum.
Borgarstjóri mun ekki beita sér gegn stykkjasölu á bjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÁTVR: "að flytja vínbúðina um set í miðborginni..." Auðvitað! Ég man þá tíð þegar bara voru ríki í Lindargötunni og á Snorrabrautinni og þá sást náttúrlega aldrei nokkur róni eða aðrar fyllibyttur í miðbænum.
Þetta er orðinn skemmtileg samkeppni milli ÁTVR og borgarstjórans um það hver sé vitlausari.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:22
Tek undir þetta með þér bróðir. Þetta er raunar orðið brandari ársins. Svo er þetta fyrrverandi stjórnarformaður SÁÁ! hann hefur ekki fengið ´júpa innsýn i vandann þar. Hann skammast sín fyrir rónana blessaður af því að það eru útlenskir gestir. Segir mér að hann er ekki laus við fordóma en alveg laus við að skilja sjúkdómshugtakið.
Annars er ástæðan lokun Byrgisins án þess að nokkuð úrræði kæmi í staðinn og svo samdráttur í framlögum til áfangaheimila og gistiskýla hjá borginni. Hvað halda menn? Að þetta sé tímabundið vandamál, sem hverfi við að taka ísskáp úr sambandi og að sekta menn fyrir að pissa utan í hús?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.