Spítala"Skoðunnarferð".

Jebb ég var að plana að taka allt frekar rólega í gær, vera voða menningarlegur og mála eina mynd eða svo upp á korpúlfsstöðum. En þegar ég er að ganga út þá bjallar á friðspillis farsíma kvikindið og eitthvað torkennilegt númer blikkar í ofvæni á skjánum. Auðvitað er ég smá stund að telja í mig kjark til að svara þessu því engann kannast ég við sem er með svona valdsmannslegt símanúmer. En þegar ég loksins hef mig í það ansa þá er það bara viðkunnalega hjúkrunnarkona að kalla mig upp á Landspítala í segulómunnarmyndatöku sem ég bjóst ekki við fyrr en í næstu viku.

En jæja ég skelli mér upp eftir og ráfa þar um þessa óendanlegu ganga og rangala og sama hvað ég bað marga um leiðsögn þá virtist ég bara villast og taka rangar beygjur hvert sem ég fór. En á endanum ramba ég þó á réttan stað og er bent á að setjast niður meðan ég býð þess að vera kallaður inn.

Og þarna sit ég umkringdur séð og heyrt á norsku og einhvurjum vogue blöðum á einhvurju öðru óskiljanlegu tungumáli, en sem betur fer tók biðin ekki langan tíma og það kemur til mín hjúkrunnarkona og bendir mér inn í klefa þar sem ég á að afklæðast öllu nema naríum og sokkum og smella mér i þar til gerðan hvítann slopp.

Og það var þá sem málið fór að flækjast. Sloppurinn var auðvitað alltof lítill og skankarnir á mér, sem er frekar vel og mikið húðflúraðir stóðu framúr þessari flaskandi ósköpum og næpuhvítir spóaleggirnir stóðu undan honum, einning vel blekaðir og leit ég frekar stórundarlega út. Einhvurn veginn bjóst ég við því að allt fólkið frammi munda einfaldlega fallast hendur og missa allan mátt sökum hláturs útaf þessu útliti á mér. En málið er að þegar ég skakklappast fram þá er ég hreinlega umkringdur bara af hjúkkum og fólki og skoðaður í bak og fyrir og flæddi yfir mig spurningum um húðflúrin og allt í kringum þau. Og þegar allt var yfirstaðið þá skildist mér á þrem manns að þau væru nú á leiðinni í flúr. Bara  snilld, og þarna fékk ég þó mínar fimm mínutur af frægð og fór heim vel sáttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband