29.8.2007 | 11:31
Bara að anda.
Æææææ hvað það er nú gott að sitja bara, sötra sjóðheitt rótsterkt kaffi og hlusta aðeins á CocoRosie og undirbúa sig aðeins fyrir daginn. Og forréttindin að geta það er líka að mínu alltof vanmetin. Það er bara eitthvað við það að búa hér í þessari borg. T.d þegar ég geng útur heimilinu þá get ég farið til hægri þar sem ys og þys og allskyns stress sem fylgir miðborginni. En ef ég fer til hægri bíður bara Miklatún með allri sinni ró virkar eins og loftbóla í Reykjavík þegar allt er komið af stað. Ég veit nefnilega ekki hvað þetta er með mig í sambandi við þetta. Eins og þegar ég og góður félagi minn fórum til Kaupmannahafnar ekki fyrir svo löngu, þá eyddum við meiri tíma í grasagarðinum/ de Botaniske have, heldur en nokkur tíma inn í borginni. Og það er einmitt það góða við Köben og Reykjavík að það er ekki neitt mál að komast úr "borgariðnum" bara með því að labba upp eina götu. Og þetta er það sem heldur þessu öllu saman held ég. Fólk verður að geta náð andanum öðru hverju og líta upp úr öllu því sem er að trufla mann og bara anda. En jæja, ég ætla að tölta mér af stað, stendur svo heppilega til að mér stendur það til boða að kíkja upp á Korpúlfsstaði og mála þar í dag. Þanning að ég geri nú upp daginn þegar maður kemur heim með kveldinu. Eigið sem bestan dag þarna úti og lokið öllum blöðum og slökkvið á útvörpum og bara andið.
Athugasemdir
Á hann Jón Steinar eitthvað í þér? :)
Heiða B. Heiðars, 29.8.2007 kl. 16:10
Já það mætti nú næstum segja það. Við höfum verið ágætis félagar. Hann er nú með þeim yndislegri sem maður hefur fengið að kynnast
Bara Steini, 29.8.2007 kl. 16:16
Efast ekki um það eitt augnablik!
Heiða B. Heiðars, 29.8.2007 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.