Innkoman.

Jæja.... Góðann daginn gerviheimar. Er hér mættur til að skrásetja einhvursskonar hugarferli og pælingar sem poppa upp í hugann þegar  maður býr í svo hreinu og skínandi þjóðfélagi að maður sér ekki subbuskapinn sökum bjarmans af öllu glysinu. Ég veit nú ekki alveg hvar er best að byrja nú þegar mánudagurinn er að renna upp og múgurinn er enn yfir sig æstur útaf "óöldinni" sem skók víst miðborgina og langt upp í Hafnarfjörð að manni skillst. Það er einmitt hlutur sem fer óskaplega í minar fínustu taugar er þegar mikilmenni og fáfræðngar sitjast hlið við hlið og smjatta á ósköpunum. Og fyndna er að allar tillögur að því að bæta ástandið er einmitt bara að færa það til eða einfaldlega að grafa yfir það í stað þess að þurfa að leysa málið. T.d minnka drykkjufólk á almannafæri með því að banna kaldann bjór (þó ´það hafi nú leyst með kuldann en ekki með fólkið) En ég veit ekki... Kannski maður syndi rólega af stað og hendi frekar inn áframhaldandi reiðilestrum hérna inn í framtíðinni. Trúið mér það er af nógu að taka í velferðarþjóðfélaginu Ísland.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband