Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2008 | 23:42
GRAFFITY... Veggjalistamenn....
Eins og þeir sem nenna að detta hérna inn þá vitið þið að ég er í endalausu stríði gegn hvítum sótthreinsuðum veggjum... Þeir virka svosem vel inn á stofnunum eða þanning...
En ég vill veggi á verslunnargötuna okkar þarsem GÓÐIR listamenn fá að njóta sín og láta okkur njóta okkar á sama tíma með góðri list...
Ekkert helv. krot heldur veggjalist.
Verslunareigundur gætu fengið nafnið á búðunum í svona svaka stíl... Hmmmmm... En nei... þetta vill víst enginn... Smekklausa litlausa leiðinga borg...Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 23:14
Þegar fólk lítur undan ofbeldi....
Þessi auglýsing sló mig smá til umhugsunar um heimilisofbeldi og það hvað margir eru farnir að líta undan og hunsa það að leggja fram hjálparhönd...
Er ekki kominn tími á að gera sitt gegn ofbeldi....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 23:02
Hvar er Konukot...
Ég hef nú mikið rifist og gjammað um þetta málefni með heimilslausa hérlendis. Og nú eru heil fjögur pláss í viðbót í gistiskýlinu... En hvað varð um Konukot sem var rekið hér um árið...
Ég hef flett fram og tilbaka og hvergi fundið eitt né neitt um það hvort það sé opið eða lokað...
Ææææiiii ég veit stundum ekki hvort fólk Velferðarsviðs sé í sambandi við umheiminn. Það vantar mikið stöðugra kerfi og stuðning heldur en þessi fjögur pláss...
Það kostar nú minna en ein helvitis stjórnmálaveisla að t.d halda úti ágætis aðstöðu þarsem hægt er að koma fyrir kojum og jafnvel súpueldhúsi í þessvegna kynjaskiptu húsnæði...
Þau standa auð hingað og þangað og hlýtur að vera hægt að breyta einu húsi í það að hafa aðstöðu fyrir þetta málefni...
Það er árið 2008 á Íslandi og það sker mig alltaf helv. mikið að vita af fólki á vergangi hér í miðborg menninginnar og "uppvaxtar"...
Hendið nú aðeins meiri fjármunum í það frekar en margt annað sem er að hérlendis...
![]() |
Gistiplássum fjölgað í Gistiskýlinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 20:25
Á maður von á morðhótunum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2008 | 19:22
Andskotans óforsömmuðu svokölluðu stjórnmálamenn...
Æii nei grey Reykjavík er að fara í vaskinn. Allir nýpússuðu litlu stjórnmálakallarnir þurfa að horfa uppá niðurnídd hús og róna á leið í vinnuna...
Allir eru þeir á þeirri sveif að þetta verði að laga STRAX... Það er að segja að sekta og rukka eigendur þessara húsa...
En ekki einn af þessum andskotum minnist á það hverning á að laga og bæta ástand þeirra sem eru svokölluð húsatökufólk... Það virðist vera að það fólk skipti akkúrat engu andskotans máli í augum þessara manna...
Það á bara að skúbba þessu öllu bara yfir borðstokkinn svo þessi svokallaða höfuðborg líti ekki illa út í augum þessar "manna"...
Andskotinn, ekki er einu sinni minnst á að setja smá pening í kannski eitt eða tvö gistiskýli þarsem fólk sem er á götunni geti hallað höfði, kannski farið í sturtu og fengið súpu...
En nei auðvitað ekki.. Það er miklu betra að bara grafa þetta allt saman undir yfirborðinu...Þetta hlýtur að hverfa á endanum...
Ég mun aldrei nokkur tíma líta með neinu öðru en niðurlægingju á þessa menn sem sitja í stjórn sem rétta ekki út litla putta til aðstoðar þeirra sem þurfa aðstoð...Eiga þeir ekki að hugsa um þjóna ÖLLUM þegnum þessa lands, eða eru það bara þeir sem eru á toppnum sem eiga að fá þá aðstoð...
Eintómt Kjaftæði og mannvonska við stjórnvöllinn hérna á þessu skeri....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 00:52
Ótrúlegt...Lifandi dauður maður...
'uúúúú´fffff ég veit ekki hvað á að segja þanning að mig langar bara að kynna ykkur fyrir manni sem gengur undir nafinu Zombie og er búinn að flúra sig allann eins og væri lifandi dauður...
Myndirnar segja allt...
Snilld...
þetta er þó fullrosalegt... En hey, hann stendur þó með sínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2008 | 17:19
StofuveggjaKrotið mitt...
Ææææ mig langaði ad henda inn myndum af stofuvegg sem eg er að vinna í hjá góðum félögum mínum síðustu vikur og þetta er allt að smella saman...
Þetta eru bara svona nokkrar myndir frá byrjun...
Svona verður þetta þá, en það er pínu svona tiltekt eftir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 10:19
Sótthreinsaðar syndir...
Ekki held ég að Jesús kallinn hafi hann verið uppi þá hefði hann nú ekki haft áhyggjur af þessu bulli. En eins og í Fjandaríkjunum þarsem þeir sótthreinsa nálar og alles áður en þeir taka fólkið af lífi. Hmmm en Jesus var nátturulega með innbyggt svona laga allt kerfi er það ekki...
En óháð því þá held ég að Austurvöllur eða Arnarhóll væri nú góður fyrir okkar sönnu trúuðu ofsafélaga og ekki mun ég taka mark á neinum flokkstjóra kristinninna fyrr en hann verður flengdur og negldur...Sjálfviljugur... Það er málið...
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 17:37
Þeir mergsugu mig...
Voðalega tvíræð fyrirsögn er það ekki. Hmmm. En málið er að þó ekki svo gott. Ég nebbilega skellti mér í stríðsgallann áðan og rauk út í rigningu bölvandi og ragnandi hávært meðan ég strunsaði niður í skattamannahús...
Sá og fann þó strax að andrúmsloftið þyngdist og hvert skref sem færði mig nær bákninu breyttist yfir í þunglamaleg skref, svipað eins og að ganga í gengum vel þykka ketsúpu.
En niður eftir kemst ég þó og uppá fjórðu hæð þarsem Báknsþjónarnir sitja með tilfinngalaus andlit og kerfisbundið augnaráð. Náði ég mér í miða og beið og beið bara til að komast að því að ég var að bíða eftir röngum aðila...
Aftur til baka og enn tók við bið sem endaði þó loks og inn ganginn geng ég með villimannahita í brjóst og hugarfar um að nú skyldi kerfið ekki fá að taka mig óspurðann...
En um leið og ég sest niður og lít í augun á tilteknum aðila þá er bara eins og lífsneistinn og öll von séu hreinlega sogin hægt og rólega úr mér, með svona hljóði eins og þegar maður er alveg að verða búinn með besta mjólkurhristing sem maður hefur fengið...
Raunveruleikinn flökti og dimma harða stríðsröddin, sem ég var búinn að æfa alla leiðina niður eftir, breytist í stamandi litla stúlkurödd þegar ég fer að spyrja um þessa marg/tví/eitthvað undarlegu skattatölur sem prýða blaðið sem er að molna saman í höndunum mínum sökum taugaveiklunnar svita...
Og þá bara dett ég út og fæ að heyra ýmiskonar útskýringar á einhverju torkennilegu tungumáli sem streymir útur skattaaðilanum... Og nú er ég kominn heim með enn fleiri spurningar en áður...
Og þá sérstaklega ein... Hvar og hver þjálfar starfsfólkið þarna til að vera svona eðal í því að snúa manni fram og aftur og drepa niður alla bardagaþörf... Mig langar á það námskeið...
Nema þetta sé kannski allt svona Belgplöntugeimverufólk sem nærist á því að mergsjúga úr manni alla von og hlýju...
Úúúú´fffffff ég veit ekki... En veit þó að ég get ekki beðið eftir hvað kemur útur þessu öllu saman...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)