Færsluflokkur: Bloggar
21.4.2008 | 15:57
Verndarengillinn í háu hælunum.
Hann ætti að koma sér á þing hér og kenna þessum kálfum hérna að gera hlutina rétt. Hann Eddie veit nú hvað málin snúast um.
George Carlin væri nú góður í borgarstjórastólinn.
Svei mér þá, kannski spaugstofan mundi gera betur er ráðandi ríkisstjórn okkar í dag.
![]() |
Izzard vill gerast stjórnmálamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2008 | 12:36
Vændi drengja.
Það sló mig ansi að opna fréttablaðið í dag þarsem er rætt við Guðrúnu Ögmundssdóttir.
Þar er hún að reyna AFTUR að opna á umræðu um drengi sem stunda vændi eða kynferðislega greiða gegn vímuefnum. Minnist hún þar á að þegar hún reyndi síðast að opna þessa umræðu þá hafi henni einfaldlega ekki verið trúað...
En þetta er nefnilega sorglega satt, því drengir verða oftar en ekki útundan í þessari umræðu. Það er eins og þeir geti einfaldlega ekki verið misnotaðir kynferðislega. Þetta er algerlega út í hött miðað við að við eigum að búa í samfélagi sem á að sjá um sig og sýna...
T.d kom fram í könnun sem Rannsókn og greining gerði 2004 að 3.7 prósent drengja i framhaldsskóla hefðu þegið greiðslu eða greiða fyrir kynmök. Hlutfall stúlkna var hins vegar 1,7 prósent...
En það sem sló mig þó mest er hvað svokallaður forstjóri Barnavendarstofu segir að það megi ekki draga þær ályktanir að drengir séu að stunda vændi...
"Þarna er líklegast að mælast tilfelli frekar en að verið sé að stunda vændi," segir hann.
"Þarna er t.d um að ræða samkynhneigða menn sem gefa drengjum eitthvað fyrir kynferðislegar athafnir og eins það að einhverjir láta eitthvað kynferðislegt yfir sig ganga til að fá eitthvað sem ÞEIR girnast, hvort sem það er áfengi fíkniefni eða peningar."
Bíddu... fyrirgefðu en er það ekki MISNOTKUN á þeim drengjum sem þurfa að nota líkama sinn til að komast yfir það sem þeim VANTAR... Þessi ummæli þessa manns finnst mér sýna að hann hafi ekkert erindi í það að ver forstjóri barnaverndarstofu. Hann lætur þetta hljóma eins og að það sé allt í lagi að gefa einhverjum eitthvað fyrir félagsskap þeirra....
Þetta er ótrúlegt að lesa og finnst mér einmitt einkar erfitt að vita af því að þessi umræða sé sífellt felld niður og ekkert að gert meðan ungir drengir og menn séu að ganga í gengum þetta helvíti, og geta að því virðist ekkert leitað til, til að fá aðstoð bæði andlega og félagslega til að komast útúr þessu....
En ef Braga Guðbrandsyni forstjóra Barnavendarstofu finnst þetta frekar "tilfelli" frekar en vandamál, þá á að skipta út í þessari stöðu og fá manneskju sem gengur til í málið og reynir að finna lausn frekar en að gera lítið úr málefninu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.4.2008 | 23:37
Afturköllun á færslu...
Jebb... Ég setti inn færslu áðan um það hvað erfitt væri að fyrirgefa fólki og gjörðum þess...
Tók þar fyrir vissan atburð sem skeði fyrir nokkrum árum. En málið er að ég vill ekki hafa hana inni þarsem mér finnst óþarfi af mér að nafngreina gerandann í því máli, heldur vill ég bara reyna koma einhverskonar lokun á þessa hluti alla. Flókið já...
En málið er að ég hef reynt að vera opinn og að vera tilbúinn að fyrirgefa fólki hluti ef það er sönn eftirsjá og gjörðir frá þeirra bæjardyrum sem sýna iðrun og vilja til að bæta sig og sitt líf.
En það er ansi erfitt þegar fólk virðist ekki vera tilbúið til þess heldur hleypur til og hylur sig í trúariðkun og björgunnarstörfum í einhverskonar von um að fá fyrirgefningu...
'uúúúfffff ég veit ekki hverning á að koma þessu frá mér á skiljanlegan hátt... Kannski er þetta bara óskiljanlegt fyrir ykkur...
En ég vill ekki vera finna til haturs til eins né neins því það gerir manni ekkert nema illt og dregur mann bara inn á staði þarsem grasserar bara meira hatur og vonleysi.
Þessvegna hef ég ávallt reynt að hreinsa út þær "graftarbólur" sem maður getur fengið á sálina útaf gjörðum annara...
En það er oft ansi erfitt og sárt þegar fólk hefur gert illa hluti og virðist ekki vera reiðubúið að sýna iðrun né vilja til að bæta sig eða sínar skoðanir.
En ég ber eingöngu ábyrgð á mér og mínum gerðum og ég var ekki settur á þessa jörð til að dæma aðra, því það gerir mig ekkert betri manneskju...
Ég þarf að hugsa um mig og mína og reyna að halda minum hlutum í lagi...
Jæja...
En ég er þó sáttari við lífið í dag en áður og ætla að reyna að halda áfram eins og ég get að hafa hreint í kringum mína sál og gera það sem ég get til að halda heiminum brosandi og sáttum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2008 | 18:34
Væntumhyggjan.
En hvað varð um rétta fram hinn vangann...
Kannski dettur það úr gildi ef maður er með pálmagrein í hönd, svipað og koss undir mistiltein...
![]() |
Slegist með pálmagreinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.4.2008 | 18:00
Þrívíddar-Líkams-List.
Ég get ekki beðið eftir að þetta festi rætur hér heima.
En annrs læt ég myndirnar tala sínu máli.
Og segið mér svo hvort þið séuð ekki sammála mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2008 | 17:20
Fjórfætt ást.
Ég sat að venju í gærkveldi með góðfélaga vorum og vorum við að velta fyrir okkur hvað ætti að horfa á þetta kveldið. Og inn datt heimildamynd, alltaf gott að þykjast læra eitthvað, en þessi snilldarmynd hét Cats of Rome.
Og viti menn, þarna lærði við nú slatta af upplýsingum. T.d eru í Róm frjálsuppaldir kettir um tvöhundruðþúsund stykki og ráfa þeir um götur og rústir Rómar.
Nema málið er að þessar elskur eru skráðar villidýr hvortsem þeir séu heimilis eða villikettir. Þanning að Rómastjórn þarf ekkert að vera að spá í að halda þessum greyjum lifandi.
En sem betur fer er borgin full af svokölluðum "kattakonum" sem á eigin forsendum halda lífinu í kattarkvekendunum.
En þessi mynd er eiginlega must-see fyrir kattafólk og þá sem vilja sjá öðruvísi hlið á Róm.
En hérna er heimasíða sem er sniðug...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2008 | 03:48
Þetta er allstaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2008 | 12:03
Það hlaut að vera...
Nú er kominn yfirlýsing frá borgarforeldrum um að borgin eigi að fín og sæt fyrir 17 júni...
Þanning að skjótum róna, gröfum allt niður sem stingur í augað gerum herferð gegn öllum sem vilja eitthvað meira en hvíta veggi...
Minnir mig á þegar löggan var að veiða götubörn í Brasilíu þegar fina fólkið ´átti leið hjá...
En svo eftir 17... hvað þá... Ætli það verði ekki eins og vanalega þegar liðið er búið að fá sitt... Geyspa og velta sér á hina hliðina og gefa skít í litlu sætu borgina þangað til þynnkann rennur af borgarstjórn og næsta partý á að byrja...
Hvað er að ykkur Reykjavíkurbúar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2008 | 11:48
Þessum aðilum þarf að eyða.
Enda skilja þeir ekkert eftir nema slæma umræðu og eru ekkert tengdir sönnum Gröffurum sem skilja eftir sig flott og góð verk. En þetta skemmdarverk á eftir að gera þeim enn erfiðar fyrir.
Stundum fær maður lúmska tilfinningu að einhverjir sem þoli ekki graff standi fyrir þessu eingöngu til að smella slæmu orði á þessa tegund listar....
En hér fyrir neðan set ég enn og aftur inn Graffiti myndir... ekki tögg ekki bombur bara list....
Og þið sem viljið litríkar borg getið athugað þenna mjög svo skemmtilega link hérna.
Og kynnnið ykkur svo málin, ekki hlusta bara...
Góð Bók Hérna líka...
Nicholas Ganz's book Graffiti World: Street Art From Five Continents
![]() |
Krotað á strætó í skjóli nætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.4.2008 | 18:44
Enn ein ástæðan til að styðja við Graffara...
Hér er smá videó sem sýnir ótrulega og einstaka hæfileika manns að nafni Magik.
Ef fólk mundi nú taka sig til í stað að refsa og banna krökkum að graffa, heldur að beina þeim áfram og senda þau jafnvel á teikninámskeið og hvað eina þá gæti landið pumpað út ógurlegu magni af einkar góðum listamönnum...
Einhversstaðar byrjar þetta allt og að mínu mati er betra að rækta hæfileika í stað þess að drepa þá með ofsa og refsingum... bara taka því rólega og ekki trampa af stað með eina lausn...
Ein lausn er aldrei gott...það eru tvær hliðar á krónunni... Krónunni sem er að deyja út....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)