12.11.2007 | 16:51
Ruglleiðarinn....
Jæja, ekki það að ég sé útskrifaður úr fínum skóla né er ég með úthlutað starf frá himnafeðrinum, þá hef ég nú komið víða við og kynnst mörgu sem er kannski ekki alveg á yfirborðinu hjá "eðlilegu" fólki. Þessvegna langaði mig að eins óháð öllum trúbrögðum eða upplifunum annara að ræða aðeins um það þegar alkahólistar sem eru búnir að þróa sinn sjókdóm lengi og hafa jafnvel ekki litið edrú dag svo tugum ára skiptir. Og þá erum við að tala um að vera aldrei edrú...
Það er nefnilega svo margir sem hafa ekki kynnst þessum málum í eigin persónu og margir virðast halda að Vogur sé nú bara nóg og fara svo á fundi í sex mánuði eða svo. Jújú það auðvitað hjálpar en það er svo margt sem er að sem erfitt er að laga eða halda í skefjum.
Til dæmis eru krakkarnir sem búa hérlendis orðin útbrunninn á sál og líkama þegar ef heppnin er með skellt í meðferð... En það lagar bara likamlega partin og býr mann undir áframhaldandi meðferð fyrir huga og sál. En það er einmitt þar sem vandmálin byrja. Þetta skilningsleysi á þessum tveim edrú/neyslu menningaheimum er nefnilega mikill. Allt lífið hefur kannski byggst á því að bjarga sér fyrir horn, neyða í sig mat kannski einu sinni til tvisvar í viku og sífelldur flótti frá sjálfum sér og öðrum... Auðvitað segja margir "en þetta er bara partý" og jújú auðvitað eru þeir tímar þegar næst í skammt góðir en það er ekki nema nokkrir tímar á móti öllu þessu geðveika harki.
En það er ekki og enginn mun geta sagt að það sé góð tilfinning að standa á götuhorni og það skiptir engu máli hvert maður fer, því maður hefur engann stað til að fara á. Vera einn fastur einhvernveginn í eigin líkama og með huga sem vill einungis koma manni í gröfina.
En í meðferð fer fólk þó sem betur fer og kemur svo út og ætlar að sigra heiminn því þegar maður stígur úr meðferð með fullann maga og hjartað fullt af von þá er ekki ský á himni. En þá tekur við það að þurfa að fóta sig í edrú samfélagi... Og það er ekkert það auðveldasta í heimi.
Maður þarf hreinlega að læra að tala upp á nýtt, því eina sem maður hefur talað um er þessi neysluheimur og allt sem tengist honum. Svo allt í einu situr maður í kringum fólk sem er statt á svo allt öðrum stað. Ég hef oft kallað það "Úthverfaliðið" því maður hefur bara aldrei heyrt um flest það sem um er rætt...
En sem betur fer er eins og segi til fundir og gott fólk þarna úti sem er reiðubúið að aðstoða mann að taka fyrstu skrefin og hafa svo auga með manni því maður verður nú að reyna að treysta á sjálfan sig svona smávegis.
En svo kemur alltaf upp svona aðstöður þegar skyndilega springur upp einhver trúarbragðabomba og það fara að myndast jafnvel klofningur í góðan hóp og fólk stekkur afstað undir fána einhvurra trúarbragða og hreinlega valtar af stað með þau skilaboð að þeirra leið sé sú eina og enginn eigi von nema þeim sé fylgt....
Og þar er það sem hættan er stærst, því eins og ég segi þá er nú nógu erfitt að reyna fóta sig í þessari venjulegu hringiðu og maður er einfaldlega ekki búinn undir að takast á við svona "boðskap" og reglugerða trúarbragðabull og maður einfaldlega stingur af því ekki vill maður enda í forsvari einhverjar trúarsamkomu... En um leið og maður stingur af vegna svona hluta þá er bara ein leið að leita á og er það aftur út í ruglið, maður skilur það og nær að fóta sig þar...
En svo eru þeir sem eru einmitt í svona aðstæðum og geta hreinlega ekki sagt nei, því óttinn og vonleysið er orðið það mikið að maður getur ekki annað en gengið þá leið sem Trúmenninir leggja fyrir mann... Sumir ná að komast inn í þessar aðstæðu jújú, en ansi margir koma jafnvel enn verri þaðan út en þegar þeir fóru þangað inn...
En það sem ég er að reyna að koma einhvurn veginn útur mér er að óháð öllu þá ALLS EKKI að blanda saman þessum tveim stefnum. Þetta er ekki trúabragða prógram stendur í t.d. í A.A bókinni. Og ég er ekki að segja að fólk eigi að hætta að trúa um leið og það fer á fundi, heldur að halda í trúna og nota það sem styrkir mann og hjálpar í gegnum alla þessa flækju. Þetta er oft spurning upp á líf og dauða hverning tekið er á móti fólki og verður að vara sig á að detta inn í ofsafengnar trúarpælingar eða einhverjar aðra hluti til að bjarga fólki, því ef ekki er staðið að málunum eins og þarf og á að gera þá getur það endað með enn einu mannslífinu.
Líka úti í samfélaginu þarsem það er nú ekki stærra en það er, þá þarf að veita fólki sem er innilega að reyna að vinna í sínum málum og er að gera hluti sem skila góðu smá andrúm og ekki þetta sífellda "ææ hann/hún enn að reyna þetta" og allt það kvabb sem er oft í gangi..
Ég er ekki barnanna bestur í því samt sem áður en ég reyni þó að sýna opinn hug og þolinmæði og bakka frekar með mínar skoðanir heldur en að reyna að lemja þær inn í hugann á fólki, því ég veit það er engann veginn að virka... Þessvegna vona ég innilega að það fólk sem er með trúarbragðabjörgunnar prógram geri sér grein fyrir því að Guð tekur ekki allt slæmt frá þér, heldur verður fólk að vinna í sínum málum og þróast og þroskast, í stað þess að staðna og veltast um í ekki allt of hollum boðskap að þessu leytinu til...
Enginn mannlegur máttur getur bjargað þessu og eru Guðir þessa heims það margir að hálfa væri meira en nóg... Þessvegna svíður mig það að sjá einmitt þetta vera ske... Þanning að í guðanna bænum hafið það á bak við eyrað að mannslíf eru í veði og verið ekki að taka á ykkur starf Guðs heldur verið manneskjur með opinn huga tilbúinn að taka á móti hverjum sem er óháð öllu því öll eigum við víst að vera hér á jörð hvurskyns við erum....
Okei bæbæ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
12.11.2007 | 15:22
Bálreiður í hlátursskasti.
Það er alltaf gaman að finna sérstakar myndir og þessi er stórsniðug. Annars er ég bara að henda inn smá smá, það er varla að maður hafi orku eftir lyklaborðs pikkið sem gengið hefur á í dag....
Þökk sé góðum félaga mínum hann Jón Steinar sem setti inn vídeo af uppistandara sem kallaður er George Carlin þá ligg ég hérna í stórundarlegri aðstöðu... Þessi gæi er nefnilega svo óborganlega fyndinn en á sama tíma segir hann hlutina svo blákalt og maður sér allt í nýju ljósi að maður verður bálreiður...
Jebb undarleg tilfinning að liggja bálreiður í hláturskasti. En þanning eyddi ég nóttinni minni. Mæli eindregið með því að kíkja á þessi vídeo. Gott að geta dregið hugann aðeins útur þessa siðmenntaða samfélagi svona öðru hverju....
En ég ætla að skella mér aðeins út og hrista mig aðeins...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2007 | 18:08
Mitt síðasta orð um þetta....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2007 | 17:06
...
Ótrulegt að búa í þessu landi.... Eins mikið af góðum og jákvæðum hlutum sem eru í gangi hérna þá er einmitt undarlegt að hafa horft upp á fólk ganga gegn myrkrinu í gær held ég....
Það fylgir þessu fólki ansi skrýtnar skoðanir og mikill sársauki fylgir því að horfa upp á "manneskjuna" hann Baldur Frey....
Ég er búinn að ákveða það að halda fast í minningu Magga og gera mitt besta í að festast ekki í því sem þessi maður og Gunnar félagi hans eru að lifa í dag....
Samt er ansi erfitt að kyngja því að hann hafi verið myrtur, sparkaður til bana í miðborginni okkar af "manneskjum".
Ef þessi "manneskja" Gunnar Freyr mundi sýna að hann hefði nú notað fangelsisvistina til að iðrast þá kannski væri þetta auðveldra... En svo virðist að hann komi tvíefldur út og beint inn í hóp af fólki sem stendur honum við hið....
Ææææ...... Ég vill ekki hafa þetta í höfðinu á mér... Það er 2007 og samt er Helv. Myrkrið að grúfast yfir... Nema það er klætt í lambsgæru...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2007 | 02:59
Níunda hlið Helv.

![]() |
Áfram unnið að því að ná friðsamlegri lausn á deilunni við Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2007 | 02:22
Afhverju ég STYÐ niðurhal á tónlist og myndum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 14:55
Klósett-tíkurnar.....
Brúðkaupskaka ársins.... Hehehe ekki veit hvort þessi mundi slá í gegn á borðum fólks en hérna slægi hún í gegn. En annars er ég að þjóta að henda saman skissum á vegg á baðherbergi á krá einni hér í borg sem ég er að fara að vinna í að mála með dyggri vinkonu oss henni Jónu minni.... Þanning að við verðum víst föst í því næstu viku eða svo....
En ég verð þó með barnið með mér (lappann) svo maður geti nú poppað inn hér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 13:53
Íslenskur Raðmorðingi....
Jebb ekki var gott að vera ferðamaður á leið um Búðir Snæfellsnesi í kringum mann sem kallaður var Axlar-Björn. Jummjumm er þetta svo að segja fyrsti raðmorðinginni Íslandssögunnar. Var maður þessi með gistingu fyrir fólk en gekk á það með exi eina sem hann notaði óspart og gekk hann frá að minnsta kost 18 manns sem hann fleygði svo í tjörn eina sem er rétt hjá bænum hans. Og það er ekki lengra síðan en 1596 sem maður þessi var dæmdur og tekinn af lífi...
Og það er engin smá aftaka sem hann gengur undir. Hann er fyrst beinbrotinn á öllum útlimum með sleggjum, síðan afhöfðaður og þar á eftir brytjaður niður og einstakir hlutar af búk hans hengdir á stengur... Huggulegt..
En ég einmitt man að þegar ég var gelgju-púki í sveit fyrir vestan þá var mér óspart sagt sögur af þessum gæja og haldið var fram að hann hefði hent nú einum til tveim skrokkum í dý eitt sem var fyrir neðan bæinn sem ég var á.... Og það voru rökkursögur sem fengu mann til að bíða beinsperrtur eftir hvítu og innsognu andliti með eitthvað glampandi í hönd á gluggann hjá manni... En svo kom víst aldrei til.... En þetta finnst mér alveg hreint stórmerkilegt með þennann gaur... Snargeggjaður raðmorðinginni með enga samvisku né nokkuð hreint í sálu og hann lifir enn í rökkursögum handa börnum... Sniðugt....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2007 | 11:54
Hvað er að ske með heiminn....
Þessi hrikalegi atburður hristi mig nú aðeins til meðvitundar með að kannski er vandamálin á fleiri stöðum en Fjandaríkjunum. Þetta er hér um bil í næsta húsi bara.... Og öll umfjöllun um þetta mál er að venju á lægsta stigi blaðamennsku eins og vanalega. Hvað er málið að þurfa að breyta þessum einstaklingum í hálfgerðar and-hetjur og allt sem þeir standa fyrir blásið upp og hellt yfir mann með ósmekklegum fréttum og æsingin.
Það er hlaupið um og reynt að finna 0rsök um hvers vegna þessi einstaklingur missti sig. En samt sem áður að þessi skelfilegi hlutur hafi gerst þá er einhver sem dregur sig upp í kjölfarið og heldur áfram ógninni með hótunum um áframhaldandi voðaverk...
Þessir atburðir hræða mig og það hræðir mig líka þetta hugarfar... ÆÆ þetta skeður bara í Fjandaríkjunum.... Þetta er að ske hjá okkur öllum á mismunandi grófann hátt og mér finnst við verðum aðeins að hrista okkur inn i meðvitund svo við stöndum ekki einn daginn í þessum sporum...
![]() |
Finnskum skóla lokað vegna hótana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2007 | 00:55
Eftir jólaæðið.
Ég er búinn að vera að velta fyrir mér að skreppa út eftir jólin. Og það fyndna er að það er ekki Amsterdam eða neitt Evrópu ráp, heldur er að spekúlera í Færeyjum eða eitthvað þanning. Það er bara þanning að maður verður að skreppa stundum útur þessu öllu og ná bara þessu svaka hraða þjóðfélagi á réttan stað eftir jóla æðið sem er að bresta á. Ekki að það sé ekki frábært og allt það þessi þeitingur og hamagangur en stundum er það bara fullmikið af því góða.
Þanning að í jan er ég bara að spá að sitja í fjallkofa (vonandi) með engin hljóð önnur en þessi venjulegu sem eiga að fylgja plánetunni. Og auðvitað með swiss miss í hönd og laptoppin falin i poka við hliðina á stólunum... Jumm, ekki hélduð þið virkilega að ég færi að brölta upp í óbyggðir með engann hátæknibúnað... Hehehe ekki sénsinn. En annars er bara einhvur svona þörf í mér núna að bara skunda á fjöll og firnindi í fjóra fimm daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)