23.4.2008 | 12:41
Hvað gerist næst.
Hvað er að gera nú. Verður það semsagt stefnan að safnist fólk saman þá verði úðað og barið. Erum við þá ekki kominn í smáklobba... Enginn bakkar og ríkið vill ekki semja um eitt né neitt.
Ég mæli með við bílstjóra að einfaldlega leggja sínum trukkum við heimreiðar allra ráðamanna, blokka bensínstöðvar og hreinlega gefast ekki upp. Því núna er málið farið að snúast um annað og meira...
En eins og svo oft áður er hlaupinn skjálfti í landsmenn, allir með og allir á móti...
Loksins þegar fólk tekur sig til og mótmælir á landinu þá eru sumir landsmenn að gera lítið úr því og vinna jafnvel á móti...
Neibb, haldið dampi kæru trukkabílstjórar og látið ekki berja ykkur niður...
Og Björn Bjarnason... Segðu nú af þér....
![]() |
Mótmælendur handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2008 | 12:31
Vonandi verður eftir þessu farið.
67. grein Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess. Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem þyngri refsing liggur við en fésekt eða varðhald.
Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveða í dómsúrskurði hver hún eigi að vera.
Hver sá sem er af öðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus. Hafi maður verið sviptur frelsi að ósekju skal hann eiga rétt til skaðabóta.
68. grein Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.
69. grein Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Viðurlög mega ekki verða þyngri en heimiluð voru í lögum þá er háttsemin átti sér stað. Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.
70. grein Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Dómþing skal háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.
71. grein Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2008 | 11:49
Mjög gott mál.
Þarna loksins kom að. Það besta sem hefði getað komið útur því að einfaldlega berjast fyrir tilverurétt og starfsöryggi, og einnig lærri bensín álögur á almmenning enda á að sýna hið sanna viðhorf "stjórnvalda.
Það er bara þanning að ef fólk dirfist að reyna að hafa áhrif á samfélagið, hið frjálsa samfélag, þá er það einfaldlega barið á bak aftur og gusað yfir allt táragasi...
Ekki reyna að leysa málin eða koma með sanngjarna lausn... Nei, berjum bara alla og þá hljóta sauðsvartur almúginn að þegja og halda sig heim...
Veistu... ég á ekki bíl en er að spá að fara með hjólbörur eða einhvurn ands... og standa í veginum einhversstað...
Sýnum nú einu sinni að fasista stefna og lögregluofbeldi er enginn leið til að "stjórna"
Stöndum upp í hárinu á þessum ríkisaðilum og látum þá heyra að þetta er ekki hlutur sem við viljum ó OKKAR samfélagi...
![]() |
Lögregla beitir táragasi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 10:42
Fáránlegar steríótýpur.
Ég get ekki annað sagt en þetta fari ferlega í mínar fínustu... Sífelldu samkynhneigðu steríótýpur sem skakklappast fram og til baka í von um að vekja einhverja athygli...
Svo er þessi skærappelsínuguli Frómas að gaula þarna eitthvað, lítandi út eins og miskilin kvenmaður sem gleymdist undir borði á djamminu...
Veistu maður fer bara aftur inní skápinn og nær sér í kellingu ef þetta væri svona....
En ég segi ekki meir... En ég þoli ekki svona fyrírbærasýningu eins og þetta og skil ekki hvað þetta lið er að skjóta sig og samkynhneigða í fótinn....
![]() |
Hommalegra en hommalegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 23:54
Stoltur af Litla Hrauni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.4.2008 | 15:57
Verndarengillinn í háu hælunum.
Hann ætti að koma sér á þing hér og kenna þessum kálfum hérna að gera hlutina rétt. Hann Eddie veit nú hvað málin snúast um.
George Carlin væri nú góður í borgarstjórastólinn.
Svei mér þá, kannski spaugstofan mundi gera betur er ráðandi ríkisstjórn okkar í dag.
![]() |
Izzard vill gerast stjórnmálamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2008 | 12:36
Vændi drengja.
Það sló mig ansi að opna fréttablaðið í dag þarsem er rætt við Guðrúnu Ögmundssdóttir.
Þar er hún að reyna AFTUR að opna á umræðu um drengi sem stunda vændi eða kynferðislega greiða gegn vímuefnum. Minnist hún þar á að þegar hún reyndi síðast að opna þessa umræðu þá hafi henni einfaldlega ekki verið trúað...
En þetta er nefnilega sorglega satt, því drengir verða oftar en ekki útundan í þessari umræðu. Það er eins og þeir geti einfaldlega ekki verið misnotaðir kynferðislega. Þetta er algerlega út í hött miðað við að við eigum að búa í samfélagi sem á að sjá um sig og sýna...
T.d kom fram í könnun sem Rannsókn og greining gerði 2004 að 3.7 prósent drengja i framhaldsskóla hefðu þegið greiðslu eða greiða fyrir kynmök. Hlutfall stúlkna var hins vegar 1,7 prósent...
En það sem sló mig þó mest er hvað svokallaður forstjóri Barnavendarstofu segir að það megi ekki draga þær ályktanir að drengir séu að stunda vændi...
"Þarna er líklegast að mælast tilfelli frekar en að verið sé að stunda vændi," segir hann.
"Þarna er t.d um að ræða samkynhneigða menn sem gefa drengjum eitthvað fyrir kynferðislegar athafnir og eins það að einhverjir láta eitthvað kynferðislegt yfir sig ganga til að fá eitthvað sem ÞEIR girnast, hvort sem það er áfengi fíkniefni eða peningar."
Bíddu... fyrirgefðu en er það ekki MISNOTKUN á þeim drengjum sem þurfa að nota líkama sinn til að komast yfir það sem þeim VANTAR... Þessi ummæli þessa manns finnst mér sýna að hann hafi ekkert erindi í það að ver forstjóri barnaverndarstofu. Hann lætur þetta hljóma eins og að það sé allt í lagi að gefa einhverjum eitthvað fyrir félagsskap þeirra....
Þetta er ótrúlegt að lesa og finnst mér einmitt einkar erfitt að vita af því að þessi umræða sé sífellt felld niður og ekkert að gert meðan ungir drengir og menn séu að ganga í gengum þetta helvíti, og geta að því virðist ekkert leitað til, til að fá aðstoð bæði andlega og félagslega til að komast útúr þessu....
En ef Braga Guðbrandsyni forstjóra Barnavendarstofu finnst þetta frekar "tilfelli" frekar en vandamál, þá á að skipta út í þessari stöðu og fá manneskju sem gengur til í málið og reynir að finna lausn frekar en að gera lítið úr málefninu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.4.2008 | 23:37
Afturköllun á færslu...
Jebb... Ég setti inn færslu áðan um það hvað erfitt væri að fyrirgefa fólki og gjörðum þess...
Tók þar fyrir vissan atburð sem skeði fyrir nokkrum árum. En málið er að ég vill ekki hafa hana inni þarsem mér finnst óþarfi af mér að nafngreina gerandann í því máli, heldur vill ég bara reyna koma einhverskonar lokun á þessa hluti alla. Flókið já...
En málið er að ég hef reynt að vera opinn og að vera tilbúinn að fyrirgefa fólki hluti ef það er sönn eftirsjá og gjörðir frá þeirra bæjardyrum sem sýna iðrun og vilja til að bæta sig og sitt líf.
En það er ansi erfitt þegar fólk virðist ekki vera tilbúið til þess heldur hleypur til og hylur sig í trúariðkun og björgunnarstörfum í einhverskonar von um að fá fyrirgefningu...
'uúúúfffff ég veit ekki hverning á að koma þessu frá mér á skiljanlegan hátt... Kannski er þetta bara óskiljanlegt fyrir ykkur...
En ég vill ekki vera finna til haturs til eins né neins því það gerir manni ekkert nema illt og dregur mann bara inn á staði þarsem grasserar bara meira hatur og vonleysi.
Þessvegna hef ég ávallt reynt að hreinsa út þær "graftarbólur" sem maður getur fengið á sálina útaf gjörðum annara...
En það er oft ansi erfitt og sárt þegar fólk hefur gert illa hluti og virðist ekki vera reiðubúið að sýna iðrun né vilja til að bæta sig eða sínar skoðanir.
En ég ber eingöngu ábyrgð á mér og mínum gerðum og ég var ekki settur á þessa jörð til að dæma aðra, því það gerir mig ekkert betri manneskju...
Ég þarf að hugsa um mig og mína og reyna að halda minum hlutum í lagi...
Jæja...
En ég er þó sáttari við lífið í dag en áður og ætla að reyna að halda áfram eins og ég get að hafa hreint í kringum mína sál og gera það sem ég get til að halda heiminum brosandi og sáttum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2008 | 18:34
Væntumhyggjan.
En hvað varð um rétta fram hinn vangann...
Kannski dettur það úr gildi ef maður er með pálmagrein í hönd, svipað og koss undir mistiltein...
![]() |
Slegist með pálmagreinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.4.2008 | 18:00
Þrívíddar-Líkams-List.
Ég get ekki beðið eftir að þetta festi rætur hér heima.
En annrs læt ég myndirnar tala sínu máli.
Og segið mér svo hvort þið séuð ekki sammála mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)